Fleiri fréttir

Atvinnuleysi minnkaði lítillega í janúar

Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent í janúar og lækkaði um 0,1 prósentustig frá því í desember. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar um ástand á vinnumarkaði.

„Maðurinn haldi sig til hlés á þessum helga stað“

„Tillagan snýst um lágmarks rask í gjánni og hefur það sjónarmið að maðurinn skuli halda sig til hlés á þessum helgum stað,“ segir í tillögu Studio Granda og verkfræðistofunnar Eflu sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni Þingvallanefndar um gönguleið niður í Almannagjá eftir að sprunga opnaðist þar óvænt í fyrra.

3.400 hafa sótt um 1.009 dýr

Um 3.400 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða höfðu borist til Umhverfisstofnunar í gær. Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi rennur út í dag. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út komast ekki í pottinn.

Lífsánægja samkynhneigðra unglinga er margfalt minni

Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri.

Lánin 23 milljörðum hærri

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og gjaldbreytingar hafa hækkað verðtryggð lán íslenskra heimila um 23 milljarða króna frá 1. febrúar 2009 til 1. janúar 2012. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Þjórsá verði tær stangveiðiperla

Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, varpar fram þeirri hugmynd hvort gerlegt sé að draga úr framburði í Þjórsá og breyta ánni í veiðiparadís. Fyrsta skrefið að mati Orra er alltaf að kalla saman hóp sérfræðinga til að rannsaka vatnasvæðið með þessa hugmynd bak við eyrað.

Þúsundir spila golf á ferðalagi

Könnun Ferðamálastofu meðal innlendra ferðamanna sýnir að 12,7% keyptu sér golfhring á ferðalagi um Ísland. Sama könnun sýnir að 90% Íslendinga 18 ára og eldri ferðuðust um landið og því má ætla að 27 þúsund Íslendingar hafi farið í golf á ferðalagi um landið.

Ármann kjörinn bæjarstjóri Kópavogs

Ármann Kr. Ólafsson hefur nú formlega tekið við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Hann var kjörinn á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í kvöld.

Sakar ríkissaksóknara um að hvítþvo lögreglu

Hæstaréttarlögmaður sakar ríkissaksóknara um að hvítþvo lögreglu ítrekað og fella niður mál um meint brot hennar í starfi. Öfugt við ríkissaksóknara, komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu í dag að lögregla hefði brotið lög þegar hún hleypti myndatökumanni Kastljóss inn á einkaheimili við húsleit. Húsráðendum voru dæmdar skaðabætur.

Árni kom Snorra til varnar

Árni Johnsen varði málfrelsið á Alþingi í dag og sagði skólayfirvöld í Brekkuskóla ráðast á Snorra Óskarsson með ofbeldi. Hann telur málið lykta af pólitík og komi samkynhneigð ekkert við.

Hundaeigandi sakaður um stórkostlegt gáleysi

Hundaeigandi hefur verið ákærður fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með þeim afleiðingum að sautján hundar í hans umsjá réðust á og stórslösuðu konu, sem telur óvíst hvort hún jafni sig nokkurn tímann eftir lífsreynsluna.

Barnshafandi konur láta fjarlægja PIP-sílíkonpúða

Þrjár barnshafandi konur eru á leið í aðgerð til að láta fjarlægja PIP-sílíkonpúða. Reynt verður að staðdeyfa konurnar þar sem þungaðar konur eru ekki svæfðar nema brýna nauðsyn beri til.

"Samkynhneigð er ekki val um lífstíl“

Árni Grétar Jóhannson, formaður Samtakanna 78, var spurður út í afstöðu Samtakanna 78 til umdeildra ummæla Snorra Óskarssonar um samkynhneigð í Reykjavík síðdegis í dag.

Hættulegustu gatnamótin í borginni

Á árunum 2008-2011 urðu nítján umferðarslys á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og átján á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Að sögn lögreglu skera þessir staðir sig eilítið úr en tvö önnur gatnamót á Miklubraut koma líka við sögu ef skoðaðar eru tölur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu.

Vilhjálmur fékk nýsköpunarverðlaunin

Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi fékk í dag afhent nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Vilhjálmur fékk verðlaunin fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum.

Gæsluvarðhald framlengt yfir hnífamanni

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um tvítugt sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldrinum í síðuna með hníf aðfararnótt föstudagsins 3. febrúar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að áverkarnir verði að teljast lífshættulegir og hafi meðal annars þurft að fjarlægja milta úr manninum. Lögreglan hefur rannsakað málið sem tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði framlengt gæsluvarðhaldið yfir manninum til 9 mars og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.

Dýrast að synda í Kópavogi og í Árborg

Dýrast er að fara í sund í Kópavogi og í Árborg en ódýrast í Reykjanesbæ, það er að segja ef greitt er stakt gjald fyrir fullorðinn. Í fyrrnefndu bæjarfélögunum kostar 550 krónur að dýfa sér í laugina en í Reykjanesbæ kosntar það 370 krónur. Þarna munar tæpum 50 prósentum en þetta kemur fram í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði verð og breytingar á gjaldskrám sundstaða hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins.

Umfangsmikið vandamál

Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur.

Nýr meirihluti tekur formlega við í Kópavogi

Nú stendur yfir fundur í bæjarstjórn Kópavogs þar sem nýr meirihluti mun formlega taka við. Mikið hefur gengið á í bæjarfélaginu síðustu vikur eftir að meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næstbesta flokksins sprakk með hvelli. Að lokum náðu Sjálfstæðismenn samkomulagi við Lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokk um myndun meirihluta.

Finnskur fræðingur segir ekki um Lagarfljótsorminn að ræða

Myndbandið af Lagarfljótsorminum sem farið hefur eins og eldur í sinu um Netheima er enn í umræðunni. Blaðamenn Discovery News virðast fullvissir um að ekki sé um orminn fræga að ræða. Þeir byrja á því að útlista að ekki geti verið um snák að ræða, því vatnið sé allt of kalt fyrir þá. Þá segja þeir að þótt fyrirbærið virðist synda gegn straumnum í myndbandinu þá geti verið um sjónvillu að ræða. Máli sínu til halds og trausts hefur vefsíðan samband við finnska konu sem sérhæfir sig í því að afhjúpa mál af þessu tagi.

Með marijúana í kvennafangelsinu í Kópavogi

Tuttugu og tveggja ára kona var í dag dæmd í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnað, fjársvik og umferðarlagabrot. Konan á nokkurn afbrotaferil að baki en á meðal þess sem hún var dæmd fyrir var að hafa marijúana í herbergi sínu í kvennafangelsinu í Kópavogi. Þá stal hún einnig ilmvatni úr apóteki, sveik út vörur fyrir rúmlega 120 þúsund krónur hjá N1, í félagi við annan mann, og keyrði bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði brot sín í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hún var einnig svip ökuréttindum í tvö ár.

Telja villandi að fjalla um kynhneigð níðingsins

Það er varhugavert að einblína á kynhneigð mannsins sem dæmdur var í síðustu viku fyrir kynferðismök við barn, segir í yfirlýsingu frá Samtökunum ´78. Maðurinn mun hafa greitt barninu, að minnsta kosti einu sinni, fyrir mök.

Orkustefna fyrir Ísland lögð fram

Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra lagði í dag fram á Alþingi skýrslu um heildstæða Orkustefnu fyrir Ísland en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí 2009 er kveðið á um að mótuð verði stefna þar um. Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneyti segir að orkustefnunni sé ætlað að vera grundvöllur og viðmið ákvarðana er varða orkumál og skulu ákvarðanir stjórnvalda jafnan vera í sem bestu samræmi við stefnuna.

Forvirkar rannsóknarheimildir yrðu einskorðaðar við alvarlegustu brotin

Persónuvernd telur að gæta þurfi ítrustu varfærni þegar metið verður hvort lögfesta eigi heimildir um forvirkar rannsóknarheimildir. Beiting slíkra heimilda myndi fela í sér viðamikla skerðingu á friðhelgi einkalífsins. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um forvirkar rannsóknarheimildir.

Tugir athugasemda gerðar við ástand mannréttinda á Íslandi

Tugir athugasemda voru gerðar við ástand mannréttindamála á Íslandi í reglubundinni yfirferð Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þess efnis var birt í gær. "Þótt mörg ríki lykju lofsorði á stöðu mannréttinda og þá ekki síst í jafnréttismálum, lýstu mörg aðildarríki áhyggjum yfir ástandi fangelsismála, vægum dómum og fáum kærum í kynferðisafbrotamálum, kynbundnu launamisrétti, trúfrelsismálum og seinagangi við að staðfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála,“ segir í frétt á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ.

Vill láta rassskella Steingrím

"Ég held að þingforseti ætti að setja hæstvirtan formann VG á kné sér og rasskella hann,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Þorsteinn Guðmundsson leitar að konum

Leikarinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson er nú í óða önn að undirbúa kynningarátak Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Til stendur að framleiða nýjar auglýsingar þar sem hann verður í hlutverki vinalega mannsins undir teppinu sem hvetur íslenska karlmenn til að læra að þekkja einkenni krabbameins og alla þjóðina til að heita á þá.

Stefna að kosningum um stjórnarskrárfrumvarp í sumar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vill að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum í sumar. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, lagði tillögu þessa efnis fram á nefndarfundi í morgun og samþykkti meirihluti nefndarinnar það.

Gerir ekki athugasemdir við setu Benedikts í dómnum

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki gert athugasemdir við setu Benedikts Bogasonar í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Þetta segir Sigríður í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Benedikt og Karl Axelsson, verjandi Baldurs, eru vinir og DV greindi frá því um daginn að þeir hefðu sést opinberlega saman eftir að málið gegn Baldri var dómtekið í Hæstarétti.

ESB fær upplýsingar um íslenska PIP púða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið gert viðvart um háá lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga hér á landi. Í tilkynningu frá velferðarráðuneyti segir að Lyfjastofnun hafi sent upplýsingarnar utan en búið er að ómskoða 105 konur hér á landi með slíkar fyllingar og hefur leki greinst í púðum hjá 71 konu eða um 68% þeirra sem hafa verið skoðaðar.

Landsmönnum fjölgaði um 1123

Landsmönnum fjölgaði um 1123, eða um 0,4%, á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru þeir rétt tæplega 320 þúsund þann 1. janúar síðastliðinn. Konum fjölgaði nokkuð meira en körlum á síðasta ári eða um 0,5% á móti 0,2%.

Tæplega 90% Íslendinga ferðast innanlands

Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan.

Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að drög að nýrri stjórnarskrá verði borin undir þjóðina í sumar. Málið verður að klárast í mars eigi að kjósa samhliða forsetakosningum. Ekki í samræmi við yfirlýsingar varaformanna.

Þingið mun fjalla um rammaáætlun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að þingheimur muni fá færi til að fjalla um þingsályktunartillögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Málið muni fá þinglega meðferð líkt og önnur.

Virkni lyfs kemur í ljós mun fyrr en áður

Íslenskur vísindamaður, doktor Kristinn B. Gylfason, er einn þriggja vísindamanna við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi, sem hlotið hafa 3,8 milljónir sænskra króna í styrk frá Sænska rannsóknaráðinu, jafngildi um 70 milljóna íslenskra króna, til þess að þróa nýja tækni við lyfjarannsóknir. Með nýju tækninni, svokallaðri míkró- og nanótækni, verður hægt að sjá hvernig hver einstök fruma bregst við lyfjagjöf, að sögn Kristins.

Matís þróar vinnslu og veiðar í Tansaníu

Starfsmenn Matís aðstoða íbúa við Tanganyika-vatn í Tansaníu við að nýta fiskmeti betur. Verkefnið er svar stofnunarinnar við niðurskurði í fjárveitingum.

Semja um stofnun jarðvangs á Reykjanesi

Sveitarfélögin Garður, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar hafa skrifað undir samkomulag um stofnun jarðvangs á Reykjanesi.

Loðnufrysting hafin í Vestmannaeyjum

Mjög góð loðnuveiði er nú við Hrollaugseyjar vestan við Höfn í Hornafirði og eru mörg skip að veiðum á litlu svæði alveg upp undir ströndinnni.

Sjá næstu 50 fréttir