Fleiri fréttir

ESB harmar ákvörðun Svisslendinga

Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segjast harma niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss í gær þar sem samþykkt var naumlega að setja skorður á fjölda þeirra íbúa í ESB sem mega flytja til Sviss.

Vatnið í Thames vex og vex

Stórfljótið Thames í Englandi, sem meðal annars rennur í gegnum höfuðborgina Lundúni er nú í miklum vexti og mælist vatnshæðin víða meiri en nokkru sinni áður.

Mikil reiði eftir að gíraffinn Marius var aflífaður

Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa 18 mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun.

Grafinn lifandi upp á grín

Í þorpi á Kúbu hefur myndast hefð um að árlega skuli maður að nafni Pachencho grafinn í þykjustunni.

Oflof veldur börnum streitu

Hrós til barna er vandmeðfarið, enda getur of mikið af svo góðu valdið streitu hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn.

Vonast eftir vopnahléi í Homs

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi hafa sammælst um að gera hlé á átökum í borginni Homs í dag til þess að hægt verði að forða óbreyttum borgurum út úr borginni.

Hörð átök í Ríó

Íbúar í stórborginni Rio de Janeiro tókust á við öryggislögreglu borgarinnar í gær eftir að mótmæli vegna hækkana á fargjöldum í almenningssamgangnakerfi borgarinnar fóru úr böndunum.

Réttindi kvenna gætu versnað mikið

Lög sem bíða samþykktar forseta Afganistan kæmu í veg fyrir að ættingjar gætu borið vitni gegn mönnum sem sakaðir eru um heimilisofbeldi.ldi.

Kona tekin af lífi í Texas í nótt

Enn ein aftakan var framkvæmd í Texas í nótt þegar Suzanne Basso var tekin af lífi með eitursprautu. Nokkuð fáttítt er að konur séu teknar af lífi í Bandaríkjunum en Basso var númer fjórtán í röðinni frá því dauðarefsins var aftur leyfð í landinu fyrir fjörutíu árum síðan.

Vara við sprengiefni í tannkremstúbum

Bandarískar leyniþjónustur hafa sent frá sér viðvrörun til þeirra flugfélaga sem ætla að fljúga með gesti á Vetrarólýmpíuleikana í Sotsjí sem hefjast á morgun. Talið er líklegt að hryðjuverkamenn reyni að smygla sprengiefni um borð í vélarnar með því að fela efnin í tannkremstúbum og því er þeim tilmælum beint til flugfélaga að skoða slíkan farangur sérstaklega vel.

Aldrei fleiri læknamistök

Mistök eru að jafnaði gerð á þriðju hverri mínútu í danska heilbrigðiskerfinu að því er fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns sjúklinga þar í landi.

Tunnusprengjum varpað á Aleppo

John Kerry fordæmir notkun Sýrlandshers á svokölluðum "tunnusprengjum” sem hafa síðan á fimmtudag kostað hátt í hundrað manns lífið í Aleppo.

Fjórir handteknir í tengslum við dauða Hoffman

Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát Philip Seymours Hoffman, leikarans góðkunna sem lést af völdum eiturlyfja á dögunum. Fjölmiðlar vestra fullyrða að fólkið sem var handtekið sé grunað um að hafa látið leikaranum í té heróín, en mikið magn eiturlyfsins fannst í íbúð hans.

Sjá næstu 50 fréttir