Fleiri fréttir

Íslensk list á alheimsvefnum

„Þetta er vefrit um íslenska list, allt frá tón- og myndlist til kvikmyndagerðar og arkitektúrs. Við höfum nú þegar gefið út þrjú blöð á heimasíðu okkar pdflistin.is, en þangað getur fólk sótt vefritin. Hvert rit er um þrjátíu til fjörutíu blaðsíður og hver listamaður fær í það minnsta eina opnu undir verk sín og stutta umfjöllun,“ segir Heimir Gústafsson, einn aðstandenda vefritsins PDFlistin. Ritið er gefið út mánaðarlega og fjallar um íslenska neðanjarðarlist auk þess sem stefnt er að því að halda listasýningar í kjölfar hverrar útgáfu.

Sonur Penns handtekinn í skólanum

Sextán ára gamall sonur leikarans Seans Penn, Hopper Jack Penn, var handtekinn í skóla sínum í síðustu viku. Lögreglan í Malibu neitaði að tjá sig um málið þar sem Hopper Jack er enn undir lögaldri. Þrátt fyrir þagmælsku lögreglunnar hafa þær fréttir borist að pilturinn hafi verið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum.

DÁÐST AÐ MERKUM GÍTURUM

Merkileg sýning á gíturum hófst í Tónlistarsafni Íslands, Hábraut 2 í Kópavogi, á þriðjudaginn. Margar kempur úr tónlistar­bransanum lögðu leið sína í safnið til að berja fagrar fjalirnar augum.

Framleiðir kvikmynd

Katie Holmes mun bæði framleiða og leika í kvikmyndinni Romantics ásamt Önnu Paquin úr þáttunum True Blood. Upphaflega átti leikkonan Liv Tyler að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni en eftir að hún hætti við var Holmes fengin í staðinn. Kvikmyndin fjallar um tvær háskólavinkonur sem hittast aftur síðar þegar önnur þeirra giftir sig. Tökur á myndinni fara fram í New York og hefjast í næstu viku.

Ingó gefur út jólalag

„Lagið er algjörlega hefðbundið. Fyrsta hefðbundna lagið sem ég sem,“ segir Ingólfur Þórarinsson – betur þekktur sem Ingó Veðurguð.

Músefjun flækir sig

Hljómsveitin Múgsefjun kom firnasterkt inn í fyrra með frumburð sinn, plötuna Skiptar skoðanir. Nú er farið að heyrast nýtt lag með sveitinni, „Lesið í marmarann“, þar sem Spilverks-legur Múgsefjunartónn er sleginn með ógn „ástandslegum“ texta.

Tjáir sig loks um árásina

Söngkonan Rihanna ætlar að tjá sig í fyrsta sinn um árás fyrrverandi kærasta síns, Chris Brown, á sig í febrúar. Diane Sawyer hjá sjónvarpsstöðinni ABC ætlar að ræða við söngkonuna og verður viðtalið sýnt í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segir hin 21 árs Rihanna að Brown hafi verið fyrsta ástin sín og að fyrst þetta kom fyrir hana þá geti þetta komið fyrir hvern sem er. Einnig ræðir hún um uppvaxtarár sín á Barbados-eyjum, fjölskylduna sína og hvernig henni hefur liðið síðan árásin átti sér stað. Chris Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til sex mánaða samfélagsþjónustu.

Borgfirðingar sækja á

Stundum segja menn í ábyrgðarleysi að flest skáld landsins komi úr Borgarfjarðarhéraði: ekki skal deilt um það, en þessa dagana sitja þrír Borgfirðingar í efstu sætum metsölulista Pennans Eymundssonar.

Casablancas með jólalag

Julian Casablancas, söngvari The Strokes, ætlar á næstunni að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið er hans útgáfa af I Wish It Was Christmas Today, sem heyrðist fyrst í bandaríska gamanþættinum Saturday Night Live.

Tveir kynnar á Óskarnum

Steve Martin og Alec Baldwin verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Síðast þegar kynnar voru fleiri en einn var árið 1987 en þá fóru Chevy Chase, Goldie Hawn og Paul Hogan með gamanmál. Vangaveltur eru uppi um að Tina Fey, sem leikur á móti Baldwin í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, muni taka þátt í að semja grínefni fyrir hátíðina.

Kossaflens á almannafæri

Tímaritið Star Magazine heldur því fram að Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, hafi haldið framhjá eiginkonu sinni með Kate Bosworth. Martin hefur verið giftur leikkonunni Gwyneth Paltrow frá árinu 2003 og eiga þau saman tvö börn.

Mel með bakþanka

Samband leikarans Mel Gibson við kærustu sína, hina rússnesku Oksönu, ku vera nokkuð stirt aðeins nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra fæddist. „Mel áttaði sig á því að vegna Oksönu hefur hann lítið samband við börn sín. Auk þess er hún mjög upptekin af sjálfri sér, ferill hennar hefur forgang, ekki sambandið," sagði vinur leikarans um málið. Að sögn vinarins saknar Gibson fyrrverandi konu sinnar, Robyn, og sér mikið eftir því að hafa komið eins illa fram við hana og hann gerði. Vinurinn segir jafnframt að Gibson hafi hætt við væntanlegt brúðkaup sitt og Oksönu og að tvísýnt sé hvort sambandið endist mikið lengur.

Stór dagur fram undan hjá skeggkokkum

Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson ætla að leigja sér hestvagn og jólasveinabúning og gefa öllum leikskólabörnum eina litla gjöf ef Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti niður fyrir tíu prósent á morgun. „Við ætlum að fá styrk hjá Seðlabankanum fyrir þessu. Þeir geta ekki sagt nei við þeirri bón,“ segir Úlfar.

Ófrýnilegur í Prince of Persia

„Þetta er mun meira en ég átti von á, kemur kannski svolítið á óvart,“ segir Gísli Örn Garðarsson. Honum bregður fyrir nokkrum sinnum í stiklu kvikmyndarinnar Prince of Persia: The Sands of Time þar sem Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton og Ben Kingsley eru meðal helstu leikara.

Rangar aðsóknartölur á bíólista

„Það kom upp atvik sem benti til að um rangar tölur væri að ræða," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi.

Lífseigari en allir áttu von á

Afmælistónleikar Todmobile eru í Óperunni í kvöld. Eyþór Arnalds segist engu hafa gleymt þótt hann hafi einbeitt sér að öðru en tónlist að undanförnu.

Hrunið tólffaldaði söluna

„Það er búið að vera hreint út sagt bilun að gera,“ segir Sófus Gústavsson, framkvæmdastjóri Nammi.is.

Fullorðnir og hjátrúarfullir

Popphljómsveitin Á móti sól gefur á morgun út sína áttundu plötu. Meðlimir sveitarinnar hafa fullorðnast undanfarin ár, svo mjög að tveir þeirra eru á leiðinni í aðgerðir á næstunni.

Frostrósir velta tugum milljóna

„Við erum bara í skýjunum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósa-tónleikanna. Aðeins klukkustund eftir að miðasala hófst í gærmorgun höfðu selst yfir tíu þúsund miðar á tónleika Frostrósanna um allt land. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri, þar sem tæplega tvö þúsund sæti eru í boði. Í Laugardalshöll seldist upp í tæplega sex þúsund sæti.

Er þetta hamborgarastaður?

"Ég veit ekkert hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður," segir Ingó Veðurguð.

Stærsta vika ársins hafin: Eplaballið á fimmtudaginn

Stærsta vika ársins í Kvennaskólanum, hin svokallaða Eplavika, hófst með pompi og prakt í gær. Dagskrá vikunnar er þétt skipuð, en meðal þess sem fyrir augu nemenda ber eru t.d. tónlistarmennirnir Ingó Veðurguð og félagarnir í Bróður Svartúlfs.

Ófrýnilegur Gísli í Prince of Persia

Hann er heldur ófrýnilegur hann Gísli Örn Garðarsson í hlutverki sínu í stórmyndinni Prince of Persia sem verður frumsýnd á næsta ári.

Klikkaður kjóll - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá Gossip Girl stjörnuna Leighton Meister, 23 ára, stilla sér upp í bláum kjól eftir Prabal Gurung. Einnig má sjá tvær myndir úr nýja tónlistarmyndbandinu hennar sem kemur út í næstu viku við nýtt lag, Somebody to Love, sem leikkonan syngur. Skoða má kjólinn sem stal senunni í meðfylgjandi myndasafni.

Um 10 þúsund miðar seldust á klukkutíma

Yfir 10 þúsund miðar seldust á einum klukkutíma á tónleika Frostrósa um allt land þegar miðasala hófst í morgun. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri. Einnig var orðið uppselt á klukkustund á þremur stöðum um landið, þ.e. Eskifirði, Egilsstöðum og í Varmahlíð.

Dularfullt lestarfélag býður almenningi að leggja teina

Fyrsta lestafélag Íslands er orðið að veruleika en það ber nafnið Icelandtrain, eða Íslandslest. Á heimasíðu þess kemur fram að stofnun félagsins sé stórt skref í átt að betri samgöngum á suðvestuhorni. Ekki er mikið vitað um fyrirtækið en samkvæmt heimasíðu þess er um að ræða fyrsta lestarfyrirtæki á Íslandi.

SAMDI DANS FYRIR SHAKIRU

„Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.

Strákarnir sæddu ekki kúna

„Ég fór fram úr mér með því að segja að við hefðum sætt kúna. Ég held að enginn heilbrigður bóndi myndi hafa leyft mönnum eins og mér og Audda að sæða kú.

Hetjudáð Fjölnis Þorgeirssonar á Animal Planet

„Þau höfðu víst séð þetta bæði á vefmiðlum og í fjölmiðlum og höfðu í kjölfarið samband við mig og vildu fá alla söguna. Þau ræddu einnig við Sigurbjörn Bárðarson og Sigga Sig og svo var gerður úr þessu sjónvarpsþáttur,“ segir kappinn Fjölnir Þorgeirsson, en sjónvarpsstöðin Animal Planet framleiddi þátt um björgunaraðgerðir Fjölnis þegar á annan tug hesta og knapa féllu niður um ís á Reykjavíkurtjörn.

Ricci finnur ástina á ný

Leikkonan Christina Ricci hefur fundið ástina á ný, nokkrum mánuðum eftir að hún sleit trúlofun sinni og Owen Benjamin. Nýi maðurinn heitir Curtis Buchanan og er ljósmyndari.

Stjörnufans á frumsýningu

Leikritið Fjölskyldan var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Margir þekktir einstaklingar létu sjá sig og skemmtu sér vafalítið vel yfir þessari dramatísku sögu.

Býður Arnari og Ívari á pósunámskeið

„Ég er búinn að bjóða þeim – ég myndi vilja fá þá á námskeið. Það þurfa allir á þessu að halda,“ segir vaxtarræktartröllið Magnús Þór Samúelsson og á þar við aðra risa; próteinbarónana Arnar Grant og Ívar Guðmunds.

Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana

„Þetta er alveg á pari við kúa­mykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“

Pönkari hrekktur með Eurovision

„Mér hefði aldrei dottið í hug að senda lag í Eurovision. Allavega ekki þetta lag. Einhvern veginn slapp það í gegn,“ segir Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson, sem hætti að spila með Hvanndalsbræðrum í vor. Sumarliði, félagi hans úr bandinu, sendi lag Rögnvalds, „Gleði og glens“, í keppnina og það var eitt af þeim fimmtán sem voru valin til að keppa á næsta ári. „Hann hefur ákveðið að hrekkja gamla pönkarann með því að senda þetta inn,“ segir Rögnvaldur. „Ég ákvað svo bara að klára brandarann. Hvanndalsbræður flytja lagið og ætli ég syngi ekki bakraddir eða eitthvað. Það er svo sem allt í lagi að prófa þetta.“

Fá nemendur í lið með sér

Bræðurnir og listamennirnir Snorri og Ásmundur Ásmundssynir eru í hópi þeirra myndlistarmanna sem munu taka þátt í sjónlistarhátíðinni Sequences. Hátíðin hófst nú á föstudaginn og stendur til 7. nóvember.

Theron í Mad Max

Bæði Charlize Theron og Tom Hardy hafa samþykkt að leika aðalhlutverkin í fjórðu Mad Max-myndinni sem er í undirbúningi. Ljóst er að Mel Gibson, sem lék í fyrstu þremur myndunum, verður ekki með í þetta sinn. Tökur á myndinni hefjast í ágúst á næsta ári. 24 ár eru liðin síðan síðasta Mad Max-mynd kom út og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju myndinni.

Stjarna í áströlskum fótbolta

Páll Tómas Finnsson er ein helsta stjarnan í Evrópu þegar kemur að áströlskum fótbolta. Hann hefur stundað íþróttina í tæp fimmtán ár, fyrst í Danmörku við góðan orðstír og nú í Frakklandi. Páll hefur náð því afreki að leika með þremur landsliðum í íþróttinni, því danska, franska og síðast því íslenska. Páll er nú búsettur í París, er fyrirliði liðsins í borginni og varð nýverið Frakklandsmeistari. Hart er sótt að honum að sækjast eftir kjöri forseta Evrópusambands ástralsks fótbolta á stofnfundi þess sem haldinn verður í Frankfurt í janúar á næsta ári.

Erlend síða ánægð með Riots

„Þetta er garg og læti, bara þungarokk,“ segir Kári Árnason, bassaleikari Gordon Riots. Fyrsta plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Dirt"n Worms, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar EP-plötunnar Witness The Weak Ones sem kom út fyrir tveimur árum.

Tinni á hvíta tjaldið 2011

Fyrsta myndin í Tinnasyrpu Stev­ens Spielberg verður ekki frumsýnd fyrr en í október árið 2011. Hún byggir að mestu á bókinni Leyndardómi einhyrningsins en að auki á atburðum úr Krabbanum með gylltu klærnar. Útlit myndarinnar verður byltingarkennt, einhvers konar sambland af leiknu efni og teiknimyndum. Leikaravalið hefur spurst út. Jamie Bell, strákurinn úr Billy Elliot, leikur Tinna, Andy „Gollum“ Serkis leikur Kolbein og Simon Pegg og Nick Frost úr Shaun of the Dead leika Skaftana. Næsta Tinnamynd á svo að koma 2013 og byggir hún á bókinni Fjársjóði Rögnvaldar rauða. Henni verður leikstýrt af Peter Jackson.

Ævisögu Snorra fagnað

Útgáfuhóf vegna ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson var haldið í Þjóðmenningarhúsinu á dögunum. Fjöldi manns fagnaði með höfundinum sem varið hefur löngum tíma í skrif bókarinnar.

„This is it" að fara yfir 200 milljón dollarana

Svanasöngur Michael Jackson, „This is it“ hefur heldur betur slegið í gegn í Bandaríkjunum síðan hún var frumsýnd. Það sem meira er, þá hefur hún halað tvisvar sinnum meira inn fyrir utan Bandaríkin.

Kærasti Jordan svaf hjá stelpustrák

Tælenskur stelpustrákur segir við News of the World í dag að hún hafi sofið þrisvar sinnum hjá nýja kærasta Katie Price, betur þekkt sem Jordan, á einni nóttu. Hún segir að Alex Reid hafi beðið sig að vera í stuttu pilsi og háum hælum á meðan þau stunduðu æfingar sínar.

Gately syngur á nýjustu plötu Boyzone

Fjórir eftirlifandi meðlimir strákabandsins Boyzone hafa nú upplýst að á nýjustu plötu þeirra muni fyrrum félagi þeirra, Stephen Gately, syngja tvö lög en Gately lést í síðasta mánuði. Hann fannst látinn á hótelherbergi á Mallorca þar sem hann var í fríi með kærasta sínum Andrew Cowles.

Árás Marlon King: „Eins og að fá múrstein í andlitið“

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa fjallað nokkuð um hrottalega árás knattspyrnumannsins Marlon King sem leikur með Wigan Athletic í úrvalsdeildinni. Hinn 29 ára gamli framherji var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á tvítuga stúlku, Emily Carr, en hann kýldi hann margoft í andlitið.

Sjá næstu 50 fréttir