Fréttir

Fréttamynd

Með alvæpni í Hafnarfirði

Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig.

Innlent
Fréttamynd

Ofvirk börn bíða lengur

"Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Hjarðmennska úti á miðjum firði

"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavélar-falskt öryggi

Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðfinnslur um kynþáttamisrétti

Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Kynjaaðskilnaður í strætó

Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðilegri hnignun í borginni Kanó í norðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensutilfellin skráð

Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldþrotakröfur á ungmenni

Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Blokkin seld á tíu milljónir

Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font />

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningnum lokið

Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið.

Erlent
Fréttamynd

Gustshúsin standa næstu áratugi

Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjárskortur tefur rannsókn

Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir ræningjum

Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa.

Innlent
Fréttamynd

Spáir mildum vetri

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir plantna gróðursettar

"Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Gott bláberjaár

Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu farast þegar hús hrynur

Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að koma í veg fyrir smit

Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur um stjórnarskrá

Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð.

Erlent
Fréttamynd

Hesthúsabyggð stendur áfram

Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparforrit á vefsíðu Strætó

Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan kannar lögmæti söfnunar

Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga málaferli gegn Persónuvernd

Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum.

Innlent
Fréttamynd

Danir vilja út

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi.

Erlent
Fréttamynd

Vesturbakkinn rýmdur

Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font />

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán látist í skógareldum

Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945.

Erlent
Fréttamynd

Óskoðaður og ótryggður

Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Deila um eyju

Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni.

Erlent