Fréttir Með alvæpni í Hafnarfirði Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig. Innlent 13.10.2005 19:44 Ofvirk börn bíða lengur "Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi. Innlent 13.10.2005 19:44 Hjarðmennska úti á miðjum firði "Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu. Innlent 13.10.2005 19:44 Ný baðströnd á Amager Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Erlent 13.10.2005 19:44 Öryggismyndavélar-falskt öryggi Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Innlent 13.10.2005 19:44 Aðfinnslur um kynþáttamisrétti Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári. Innlent 13.10.2005 19:44 Kynjaaðskilnaður í strætó Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðilegri hnignun í borginni Kanó í norðurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:44 Fuglaflensutilfellin skráð Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli. Innlent 13.10.2005 19:44 Gjaldþrotakröfur á ungmenni Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna. Innlent 13.10.2005 19:44 Blokkin seld á tíu milljónir Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font /> Innlent 13.10.2005 19:44 Brottflutningnum lokið Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið. Erlent 13.10.2005 19:44 Gustshúsin standa næstu áratugi Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins. Innlent 13.10.2005 19:44 Fjárskortur tefur rannsókn Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:44 Réttað yfir ræningjum Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa. Innlent 13.10.2005 19:44 Spáir mildum vetri Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið. Innlent 13.10.2005 19:44 Milljónir plantna gróðursettar "Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár. Innlent 13.10.2005 19:44 Gott bláberjaár Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. Innlent 13.10.2005 19:44 Ellefu farast þegar hús hrynur Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar. Erlent 13.10.2005 19:44 Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:44 Harðvítugar deilur um stjórnarskrá Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð. Erlent 13.10.2005 19:44 Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:44 Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. Innlent 13.10.2005 19:44 Lögreglan kannar lögmæti söfnunar Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst. Innlent 13.10.2005 19:44 Íhuga málaferli gegn Persónuvernd Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum. Innlent 13.10.2005 19:44 Danir vilja út Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi. Erlent 13.10.2005 19:44 Vesturbakkinn rýmdur Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font /> Erlent 13.10.2005 19:44 Fimmtán milljónir trjáplantna Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ, við norðanvert Vífilsstaðavatn í dag. Innlent 13.10.2005 19:44 Fimmtán látist í skógareldum Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945. Erlent 13.10.2005 19:44 Óskoðaður og ótryggður Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:44 Deila um eyju Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni. Erlent 13.10.2005 19:44 « ‹ ›
Með alvæpni í Hafnarfirði Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig. Innlent 13.10.2005 19:44
Ofvirk börn bíða lengur "Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi. Innlent 13.10.2005 19:44
Hjarðmennska úti á miðjum firði "Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu. Innlent 13.10.2005 19:44
Ný baðströnd á Amager Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Erlent 13.10.2005 19:44
Öryggismyndavélar-falskt öryggi Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. Innlent 13.10.2005 19:44
Aðfinnslur um kynþáttamisrétti Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári. Innlent 13.10.2005 19:44
Kynjaaðskilnaður í strætó Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðilegri hnignun í borginni Kanó í norðurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:44
Fuglaflensutilfellin skráð Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli. Innlent 13.10.2005 19:44
Gjaldþrotakröfur á ungmenni Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna. Innlent 13.10.2005 19:44
Blokkin seld á tíu milljónir Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font /> Innlent 13.10.2005 19:44
Brottflutningnum lokið Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið. Erlent 13.10.2005 19:44
Gustshúsin standa næstu áratugi Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins. Innlent 13.10.2005 19:44
Fjárskortur tefur rannsókn Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:44
Réttað yfir ræningjum Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa. Innlent 13.10.2005 19:44
Spáir mildum vetri Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið. Innlent 13.10.2005 19:44
Milljónir plantna gróðursettar "Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár. Innlent 13.10.2005 19:44
Gott bláberjaár Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. Innlent 13.10.2005 19:44
Ellefu farast þegar hús hrynur Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar. Erlent 13.10.2005 19:44
Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:44
Harðvítugar deilur um stjórnarskrá Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð. Erlent 13.10.2005 19:44
Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:44
Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. Innlent 13.10.2005 19:44
Lögreglan kannar lögmæti söfnunar Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst. Innlent 13.10.2005 19:44
Íhuga málaferli gegn Persónuvernd Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum. Innlent 13.10.2005 19:44
Danir vilja út Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi. Erlent 13.10.2005 19:44
Vesturbakkinn rýmdur Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font /> Erlent 13.10.2005 19:44
Fimmtán milljónir trjáplantna Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ, við norðanvert Vífilsstaðavatn í dag. Innlent 13.10.2005 19:44
Fimmtán látist í skógareldum Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945. Erlent 13.10.2005 19:44
Óskoðaður og ótryggður Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:44
Deila um eyju Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni. Erlent 13.10.2005 19:44