Fleiri fréttir

Brutust inn og sprautuðu sig inni á klósetti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í þvottahús í Ljósheimum um hádegisbilið í dag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir par inni á klósetti sem var að sprauta í sig fíkniefnum.

Krakkarnir á Stjórnlögum unga fólksins með sterkar skoðanir

Stjórnlög unga fólksins standa nú yfir í Iðnó en þar eru yfir 40 unglingar víðsvegar af landinu að ræða stjórnarskránna og hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá á henni. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, setti þingið klukkan hálf tíu í morgun.

Á að hafa afleiðingar ef þau standa ekki við gefin loforð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi í Valhöll í morgun með félagsmönnum, að það eigi að hafa afleiðingar fyrir fjármálafyrirtækin ef þau standa ekki við gefin loforð um að koma atvinnulífinu til hjálpar og endurskipuleggja skuldir fyrirtækjanna. "Við komum ekki nýju fjármálakerfi á fót til þess að það gæti haldið atvinnulífinu í gíslingu," sagði Bjarni.

Dæmdur fyrir að slá mann og skera á háls

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf á skilorði, fyrir heiftarlega líkamsárás.

Jóhanna: Þeir beita hreinu ofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag um kjaraviðræður Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins í gærkvöldi. Hún segir SA beita hreinu ofbeldi með vinnubrögðum sínum.

Út að djamma eftir skírn

Svo virðist sem djammmyndir af Friðriki krónprins hafi verið blásnar upp af dönskum fjölmiðlum. Því var haldið fram að Friðrik hefði sýnt óþekktri blondínu sérstök vinahót á skemmtistaðnum Simon undir taktföstum takti lagsins Rhythm of the Night. Allt virðist hins vegar vera fallið í ljúfa löð hjá konungsfjölskyldunni ef marka má samheldnina í kringum skírnina á fimmtudag því öll fóru þau út að skemmta sér um kvöldið.

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Opið er Bláfjöllum í dag frá 10 til 17. Þar eru 8 metrar á sekúndu og er hiti við frostmark. Hlíðarfjall á Akureyri er einnig opð í dag frá 10 til 16. Þar er 3 stiga hiti og 5 til 6 metrar á sekúndu.

Nýtt upphaf eða bara orð?

Ár er liðið frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Margir biðu skýrslunnar með eftirvæntingu enda stóðu vonir til að hún myndi varpa ljósi á sannleikann um hrunið og marka upphaf nýs Íslands.

Með 50 cm rörbút í átökum við dyraverði

Ölvuðum og mjög æstum manni var vísað út af skemmtistaðnum Lundinn í Vestmannaeyjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kom maðurinn sér strax í áflog fyrir utan staðinn og þegar hann reyndi að komast inn á staðinn var honum að lokum vísað frá.

Fór of snemma af stað

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur hjá lögreglunni á Selfossi í gærkvöldi og nótt. Ein kona var tekin ölvuð undir stýri klukkan hálf átta í morgun.

Atvinnuvegaráðuneyti vefst fyrir tæpri stjórn

Ríkisstjórnin stendur tæpt. Eftir brotthvarf Ásmundar Einars Daðasonar úr þingliði Vinstri grænna hangir hún á einum manni. Þetta getur valdið henni vandræðum við að koma í gegn málum sem lengi hafa verið á dagskránni.

Fimm þúsund páskaegg við Perluna

Fréttablaðið býður lesendum sínum í tíu ára afmælisveislu í Perlunni í dag milli klukkan 13 og 16. Blaðið fagnar því um þessar mundir að 23. apríl eru tíu ára liðin frá útgáfu fyrsta tölublaðsins.

Lögreglumenn standa á gati

Enn hefur enginn verið handtekinn fyrir morðið á miðaldra hjónum í Óðinsvéum. Hjónin voru skotin til bana er þau voru á göngu í skóglendi við borgina á miðvikudagskvöld.

Alþingi á ekki að skipta sér af rekstrinum

Ríkið verður að setja sér stefnu um það með hvaða hætti það eigi að fara með eigendavald sitt, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Í ræðu sinni á ársfundinum sagði hún fyrirtæki í opinberri eiga að fá að starfa óhindrað á viðskiptalegum forsendum og án íhlutunar eigenda sinna.

Engir virkjanakostir eru óumdeildir

Landsvirkjun áætlar að reisa tíu vatnsfallsvirkjanir og fjórar jarðvarmavirkjanir fyrir 4,5 til fimm milljarða dala, jafnvirði tæpra 570 milljarða króna, á næstu fimmtán árum og auka raforkuframleiðsluna um ellefu teravattstundir. Við það mun raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fara í um fjörutíu teravattstundir.

Sjúklingar og starfsmenn sýktir

Búið er að loka lyflækningadeildum á Landspítalanum í Fossvogi og Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna nóróveirusýkingar. Alls hafa tíu manns, sex sjúklingar og fjórir starfsmenn, greinst með sýkinguna á spítalanum á Akureyri, þar sem einnig var skipt upp hand- og bæklunardeild til að varna frekara smiti. Vikudagur greindi frá málinu.

Gleðidagur í Þjóðmenningarhúsi

Árleg Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt á fimmtudag. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þar sem tilnefndir og aðrir gestir fylltu salinn. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar þar

Jóhanna: Furðuleg afstaða Samtaka atvinnulífsins

Óvissa ríkti enn í kjaraviðræðum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífisins (SA) í gærkvöld. Kjarasamningur til þriggja ára var sleginn út af borðinu síðdegis í gær og ekki hafði náðst samkomulag um gerð samninga til styttri tíma. Fundur stóð þó enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Samræmd lög um alla fjölmiðla

Ný heildarlög um fjölmiðla voru samþykkt á Alþingi í gær. 30 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 14 gegn þeim.

Leit hjá stuðningsklúbbi Vítisengla

Lögreglan fann eftirlíkingu skotvopns við húsleit í Reykjanesbæ í fyrradag. Tveir karlmenn, annar á fertugsaldri en hinn tvítugur, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en skotvopnið fannst á heimili annars þeirra. Þessir tveir karlmenn tengjast báðir vélhjólaklúbbi í Reykjanesbæ, MC Suðurnes, sem er stuðningsklúbbur íslensku Vítisenglanna.

Kveikjarar innkallaðir

Neytendastofa hefur ákveðið að innkalla fjórar tegundir kveikjara. Þeir eru í laginu eins og gaskútur, slökkvitæki, gallabuxur og skrúflykill. Ástæðan er að kveikjararnir hafa allir óhefðbundið útlit sem býður þeirri hættu heim að börn sæki í þá. Sala slíkra kveikjara er bönnuð, er kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Bjóða 900 störf

Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýsa níu hundruð sumarstörf um allt land í átaki til að fjölga störfum á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Störfin er ætluð námsmönnum og atvinnuleitendum og verða kynnt í sérstöku auglýsingablaði um helgina. Einnig er hægt að sjá störfin á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Hef alltaf verið með góðu fólki

Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn

Becromal heitir bót og betrun

Forsvarsmenn Becromal á Íslandi, sem rekur aflþynnuverksmiðju í Krossanesi við Akureyri, segjast munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda umhverfið og mæta þeim kröfum sem Íslendingar gera í þeim efnum.

Óvænt áform um sameiningu

Meirihlutinn í borgarráði samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs, menntasviðs og þess hluta íþrótta- og tómstundasviðs sem heyrir nú undir skrifstofu tómstundamála.

Pattstaða komin upp í Líbíu

Hersveitir hliðhollar Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu, gerðu í dag innrás í borgina Misrata í vesturhluta landsins. Er borgin síðasta stóra borgin í höndum uppreisnarmanna í vesturhlutanum.

Kjaraviðræðum slitið

Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins og yfirgáfu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar karphúsið á tólfta tímanum í kvöld. Samtök atvinnulífisins skilyrti gerð skammtímasamnings sem lá á borðinu í kvöld því að verkalýðshreyfingin færi með samtökunum í stríð við ríkisstjórnina, líkt og það er orðað í yfirlýsingu frá Alþýðusambandinu.

Allt í hnút í Karphúsinu

"Þetta er mjög þungt. Ég er ekki bjartsýnn á framhaldið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtakta atvinnulífsins. Enn hefur ekki náðst saman í kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins en fundahöld hafa staðið í Karphúsinu í allan dag og allt kvöld. Búist er við að fundað verði fram á nótt. "Það er engin niðurstaða í sjónmáli,“ segir Vilhjálmur.

Fæddist án hægri lærleggs en lætur ekkert stöðva sig

Þrátt fyrir fötlun lætur hann ekkert stoppa sig og hlakkar til að komast í Æskubúðir Össurar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á morgun, en búðirnar eru ætlaðar ungmennum sem notast við stoð- og stuðningstæki.

Ók ölvaður á ljósastaur við Kringluna

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á sjötta tímanum í dag eftir að hann ók á ljósastaur skammt frá Kringlunni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að ökumaðurinn var ölvaður. Maðurinn slasaðist ekki þegar hann ók á ljósastaurinn.

Lík Allendes grafið upp

Lík Salvadors Allendes, fyrrverandi forseta Chile, verður grafið upp til þess að fá á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort hann hafi framið sjálsmorð eða verið myrtur í kjölfar valdaránsins 1973 þegar Augusto Pinochet tók við völdum í landinu. Dómari komst að þessari niðurstöðu í dag en það voru ættingjar Allendes sem lögðu beiðnina fram. Lík Allendes fannst í forsetahöllinni þegar liðsmenn Pinochet nálguðust.

Úthlutun aflaheimilda breytt í nýtingarheimildir

Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Frumvarpið felur í sér að úthlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. Samtök atvinnulífsins harma að ríkisstjórnin skuli ekki hafa nýtt það sem samtökin kalla einstakt tækifæri til að ná nauðsynlegri sátt um málefni sjávarútvegsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem fela í sér útfærslu á samningaleið í sjávarútvegi, að því er fram kemur á vef samtakanna.

Orðaskipti Ólínu og Ástu Ragnheiðar - myndband

Líkt og fram kom á Vísi fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í morgun. Ólína sakaði flokkssystur sína um valdbeitingu við fundarstjórn. Hægt er að sjá myndband frá samskiptum þeirra hér.

Samið til tveggja mánaða

Kjaraviðræðum mun að öllum líkindum ljúka í kvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hugmyndir um þriggja ára samning út af borðinu. Samningurinn sem nú er rætt um í Karphúsinu mun gilda í tvo mánuði fyrst um sinn með möguleika á framlenginu.

Alvarlegt umferðarslys í Vestur Landeyjum

Umferðarslys varð í Vestur Landeyjum suðvestur af Hvolsvelli á fimmta tímanum í dag þegar fólksbifreið valt. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er um alvarlegt slys að ræða. Ekki fengust frekari upplýsingar hjá lögreglu.

Ís innkallaður úr verslunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að innkalla úr verslunum vörurnar Emmessís Bragðaref og Daim toppa í lausu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á umbúðum þeirra.

Lentu í bílslysi rétt fyrir handtöku

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna sölu og dreifingar á fíkniefnum. Lögregla hafði fylgst með mönnunum, sem báðir eru góðkunningjar lögreglu, í nokkurn tíma en ekki vildi betur til en svo að þeir lentu í umferðaróhappi þegar lögregla var um það bil að fara að handtaka þá, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Sóley gagnrýnir virkjanaáform Orkuveitunnar

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til könnunarviðræðna við Landsamband lífeyrissjóða um fjármögnun og/eða eignarhald á Hverahlíðarvirkjun. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, um að málinu yrði frestað og það tekið til umfjöllunar af hálfu eigenda var felld og málið samþykkt með mótatkvæði Vinstri grænna.

Starfsmaður íhaldshóps kærður fyrir fjárdrátt

Starfsmaður á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hefur verið kærður vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt. Samkvæmt heimildum Vísis nemur fjárdrátturinn milljónum króna og hefur staðið yfir frá árinu 2009. Starfsmaðurinn var fulltrúi í svokölluðum íhaldshóp Norðurlanda.

Gjaldskrárhækkanir OR kosta Landspítalann rúmar 70 milljónir

Gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur sem boðaðar voru á dögunum, með 8% hækkun á heitu vatni og 45% hækkun á fráveitugjaldi kosta Landspítalann 23 milljónir króna. Þessar hækkanir bætast við 50 milljóna kostnaðarauka fyrir spítalann vegna gjaldskrárhækkanna Orkuveitu Reykjavíkur sem komu til framkvæmda 1. febrúar síðastliðinn. Gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa því kostað Landspítalann alls 73 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir