Fleiri fréttir

Cheney í lagi

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi fluttur á sjúkrahús vegna andnauðar. Cheney hefur átt við hjartasjúkdóma að stríða, hefur fengið hjartaáfall í fjórgang og fékk fyrir þremur árum gangráð. Rannsóknir á sjúkrahúsinu í gær leiddu ekkert óeðlilegt í ljós, og fékk Cheney að fara heim að rannsóknunum loknum. Talsmaður hans sagði ástæðu andnauðarinnar vera veirusýking in hálsi.

Skotárás á Abbas

Skotárás var gerð þegar Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, kom að greftrunarstað Jassirs Arafat síðdegis í dag. Talið er að Abbas hafi verið skotmark palestínsku skæruliðana sem réðust inn í tjaldið sem er við gröfina, en Abbas er forsetaefni Fatah-hreyfingar Arafats og þykir líklegur til að taka við forystuhlutverki meðal Palestínumanna.

Hermanna minnst með Valmúa

Elísabet Englandsdrottning lagði í dag blómsveig við skör minnismerkis um fallna hermenn í Lundúnum. Athöfnin er árlegur viðburður og fer fram þann sunnudag sem næst er lokadegi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Valmúinn er ljóðrænt tákn fyrir þá sem látið hafa lífið fyrir frelsi þjóðar sinnar og bera margir Bretar því valmúanælur þessa dagana.

Harmleikur í Fallujah

Mannlegur harmleikur blasir við í borginni Fallujah í Írak. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að bardögum þar sé lokið heldur sprenguregnið áfram og óöldin breiðist út.

Abbas býður sig fram

Mahmud Abbas, leiðtogi Frelsishreyfingar Palestínumanna og fyrrum forsætisráðherra landsins, mun bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Palestínumanna í stað Jassers Arafat sem lést síðastliðinn fimmtudag.

Heill heilsu eftir sjúkrahússdvöl

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, segist vera heill heilsu eftir að hafa gengist undir rannsóknir á sjúkrahúsi í Washington í fyrradag.

Látinna hermanna minnst

Árleg minningarathöfn um þá bresku hermann sem hafa fallið í stríði var haldin í London í gær. Elísabet Englandsdrottning var viðstödd athöfnina ásamt m.a. Tony Blair forsætisráðherra og Karli Bretaprins, sem hélt upp á 56 ára afmæli sitt þennan sama dag. Sonur hans, Vilhjálmur, tók þátt í athöfninni í fyrsta sinn.

Falluja í hendur Bandaríkjanna

Eftir tæplega vikulanga bardaga segjast bandarískir og íraskir hermenn í Falluja í Írak hafa náð stjórn á næstum allri borginni, en hún var áður undir yfirráðum skæruliða.

Ný tækifæri hafa opnast

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja að ný tækifæri hafi opnast til að koma á friði í Mið-Austurlöndum

Tveir skotnir til bana

Tveir meðlimir öryggissveita Palestínu voru skotnir til bana þegar Mahmud Abbas, leiðtogi öryggisráðs Palestínu, heimsótti tjald sem hafði verið sett upp í Gaza-borg til minningar um Jasser Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínumanna.

Dauðadómum fækkar

Þrjátíu ár eru liðin síðan jafn fáir einstaklingar voru dæmdir til dauða í Bandaríkjunum og á síðasta ári.

Skemmdir unnar

Robert Ballard, sem fann flak skemmtiferðaskipsins Titanic fyrir tæpum tveimur áratugum, er ósáttur við þær skemmdir sem hafa orðið á flakinu á undanförnum árum.

Kvörtunum rignir inn

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg er að drukkna í kvörtunum frá almennum borgurum. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Jyllands-Posten.

Harði diskurinn í frysti

Saga af framkvæmdastjóra sem setti harða diskinn úr tölvunni í frysti er efst á lista yfir furðulegustu ráð sem fólk notar í von um að bjarga gögnum úr tölvunum sínum.

Ekki eitrað fyrir Arafat

Philippe Douste-Blazy, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir enga ástæðu til að ætla að eitrað hafi verið fyrir Jasser Arafat, forseta Palestínu, sem lést á sjúkrahúsi í París síðastliðinn fimmtudag.

Blair viðstaddur minningu Bigleys

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar í dag að vera viðstaddur minningarþjónustu um breska gíslinn Kenneth Bigley, sem drepinn var í Írak fyrir nokkru. Blair flaug til heimabæjar Bigleys, Liverpool, að loknum fundum með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington.

Kosningar innan tveggja mánaða

Ahmed Kúrí, forsætisráðherra Palestínu, hét því í morgun að forsetakosningar yrðu haldnar í Palestínun innan sextíu daga, eins og lög mæla fyrir um. Engar kosningar hafa verið haldnar frá því að Jassir Arafat vann yfirburðasigur í kosnungunum árið 1996. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær.

Moska brennd í Hollandi

Moska múslíma í bænum Helden í Hollandi brann til grunna í morgun og telur lögregla að kveikt hafi verið í henni. Grunur leikur á að íkveikjan sé enn eitt hefndarverkið fyrir morðið á kvikmyndagerðarmannin Theo van Gogh, en kveikt hefur verið í tíu moskum í Hollandi í kjölfarið.

Ástand í Fallujah hræðilegt

Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast við í Fallujah í Írak við skelfilegar aðstæður, án matar, vatns og rafmagns. Uppreisnarmönnum virðist vaxa ásmeginn í Írak. Talsmenn hjálparstofnana segjast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af óbreyttum borgurum í Fallujah, þar sem vatns- og rafmagnslaust er og matvæli af skornum skammti.

Friður í nánd?

Friðarumleitanir gætu hafist á ný innan skamms fyrir botni Miðjarðarhafs. Til stendur að kjósa nýjan forseta Palestínu fyrir 9. janúar næstkomandi. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Jassirs Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. Þeir leggja ólífugreinar, blóm og palestínska fána á gröfina.

Gáfu 6 ára gömlum dreng raflost

Lögreglumenn í Miami í Bandaríkjunum skutu í skutu í gær raflosti í sex ára gamlan dreng, sem hótaði að skera sig á skrifstofu skólastjóra í grunnskóla nokkrum í Miami. Drengurinn hafði þegar skorið sig á tveim stöðum þegar lögreglumenn komu á vettvang og þegar hann hugðist skera sig enn eina ferðina, var honum veitt rafstuð upp á 50 þúsund volt.

Kýpurbúar vilja viðræður við Tyrki

Stjórnvöld á Kýpur hafa farið þess á leit við Tyrki að koma af stað umræðum til þess að leysa þann hnút sem verið hefur í samskiptum ríkjanna. Tyrkir samþykkja ekki Kýpur sem sjálfstætt ríki og forseti Kýpur segir það verða að breytast ætli Tyrkir sér inngöngu í Evrópusambandið.

Taugagas olli persaflóaheilkenni

Persaflóaheilkennið svokallaða er tilkomið vegna eitrunar af völdum efnavopna og taugagass, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum hermanna í Bandaríkjunum. Persaflóaheilkennið eru hrina sjúkdómseinkenna sem hafa hrjáð tugþúsundir hermanna sem börðust fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrra Íraksstríðinu .

Nauðganir á Fílbeinsströndinni

Ofbeldismenn á Fílabeinsströndinni eru sakaðir um að nauðga hvítum konum sem reyna að flýja landið. Uppreisnarmennirnir hunsa friðarviðræður í Suður-Afríku. Skærur brutust út í síðustu viku þegar stjórnarher landsins rauf vopnahlé og varpaði sprengjum á norðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa haldið til frá því að þeir gerðu tilraun til valdaráns árið 2002.

Meira en þúsund skæruliðar drepnir

Öryggismálaráðherra Íraks segir Bandaríkjamenn og þjóðvarnarlið Íraka hafa drepið yfir þúsund skæruliða í borginni Fallujah og handtekið tvöhundruð, í aðgerðum sem miða að því að ná borginni úr heljargreipum uppreisnarmanna.

Í framboð úr fangelsi

Palestínumenn kjósa sér nýjan forseta í síðasta lagi 9. janúar, sagði Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem hét því að láta kosningar fara fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt palestínskum lögum þurfa þær að fara fram innan 60 daga frá andláti forsetans.

Hafa áhyggjur af almenningi

Hjálparsamtök lýsa miklum áhyggjum af aðbúnaði óbreyttra borgara í Falluja sem enn hafast við í borginni. Birgðalest Rauða hálfmánans var hleypt að sjúkrahúsi í vesturhluta borgarinnar en var bannað að dreifa matvælum til fólks í borginni meðan bardagar stæðu enn yfir.

Benda enn á Bandaríkjastjórn

Það er vel mögulegt að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga ef bandarísk stjórnvöld láta af því markmiði sínu að steypa Norður-Kóreustjórn af stóli. Þetta sagði talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í fyrstu yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda um kjarnorkudeiluna eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Löggur og hermenn börðust

Tveir afganskir lögreglumenn og tveir liðsmenn afgansks stríðsherra létust þegar kom til skotbardaga á milli fylkinga þeirra í Helmand-héraði. Atvikið þykir undirstrika þau vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir, stríðsherrar halda enn í fylkingar sínar auk þess sem lögregla, her og öryggissveitir stríða á stundum hver við aðra.

Kínverskar kolanámur hættulegastar

Fjórir af hverjum fimm kolanámumönnum sem létu lífið í slysum á síðasta ári létust í Kína. Þá létust 6.702 einstaklingar í námuslysum í Kína. Fyrstu níu mánuði þessa árs létust 4.153 í námuslysum þrátt fyrir átak stjórnvalda til að auka öryggi í kolanámum.

Leyniþjónusta í uppnámi

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er í upplausn í kjölfar þess að Porter Goss tók til starfa sem nýr yfirmaður hennar. Fjöldi háttsettra manna hótar að segja af sér í kjölfar deilna við manninn sem Goss lætur stjórna daglegum rekstri, að því er fram kom í Washington Post.

Löggur hjálpuðu til við innbrot

Franskur innbrotsþjófur taldi það ekki eftir sér að fá lögregluna til að hjálpa sér við innbrot. Maðurinn hringdi á lögreglustöðina í Enghien-les-Bains, smábæ norðvestur af París, síðla kvölds og bað um hjálp við að komast inn í skartgripaverslun. Hann sagðist vera eigandi verslunarinnar en kvaðst hafa týnt lyklunum og kæmist því ekki inn.

Evrópuþjóðir skilja ekki alvöruna

"Það er ekki nógu mikill skilningur á því meðal Evrópuþjóða hversu alvarleg þessi ógn er," sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann gagnrýndi Evrópuþjóðir fyrir að taka hryðjuverkaógnina ekki jafn alvarlega og bandarísk stjórnvöld.

Heimsmet í dómínó

Heimsmet var slegið í dómínó-kubba falli í Hollandi í gærkvöldi en þá féllu þrjár milljónir 992 þúsund 397 kubbar. Þetta dómínó-æði er árlegur viðburður í Hollandi og koma ungmenni víða að úr Evrópu saman til að sitja hokin á hækjum sér í um tvo mánuði að raða kubbunum. Fallið tekur nokkrar klukkustundir og er sýnt í beinni útsendingu út um alla álfuna.

Mikil nálykt yfir Fallujah

Nálykt liggur yfir borginni Fallujah í Írak, þar sem sveitir Bandaríkjamanna og Íraka herja á skæruliða. Árásum fjölgar í súnni-þríhyrningnum í grennd og uppreisnarmenn hafa náð borginni Mósúl á sitt vald.

Vilja ólmir friðarferlið af stað

Palestínskir ráðamenn vilja ólmir halda áfram á braut friðar eftir fráfall Jassirs Arafats í vikunni. Stefnt er að kosningu nýs forseta innan tíðar og vilja leiðtogar Palestínumanna að friðarvegvísirinn verði endurreistur þegar í stað.

Eru að ná tökum á Fullujah

Bandaríkjamenn segjast hafa meirihluta borgarinnar Fallujah í Írak á valdi sínu, en átök við skæruliða og hryðjuverkamenn halda þó áfram í suðurhluta borgarinnar. Átján bandarískir hermenn og fimm írakskir hafa fallið síðan að áhlaupir á Fallujah hófst og 178 hafa særst. Talsmenn hersins segja um sexhundruð skæruliða hafa verið drepna.

Fjölmenni við útför Arafats

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum streyma nú til Egyptalands til að vera við útför Jassirs Arafats, sem fer fram fyrir hádegi. Hann verður síðar jarðsettur í Ramallah. Ísraelsmenn hafa lokað af Vesturbakkann og Gasa-ströndina til að koma í veg fyrir ofbeldisverk, en hryðjuverkahópur Hamas-samtakanna hefur heitið áframhaldandi árásum.

4 teknir vegna nauðgunar í Noregi

Norska lögreglan hefur handtekið fjóra unga innflytjendur frá fyrrum Júgóslavíu og Kósóvo, grunaða um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku í Fredrikstad. Þeir numu hana á brott með sér í bíl, þar sem hún beið eftir strætisvagni, óku með hana til annars bæjar og nauðguðu henni. Að því búnu óku þeir aftur til Fredrikstad og skildu hana eftir.

Bandaríkjamanni rænt í Írak

Bandaríkjamanni hefur verið rænt í Írak, og sendi írakskur hryðjuverkahópur frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði manninn í haldi. Arabísk sjónvarpsstöð sýndi myndbandsupptöku af manninum, sem starfar sem óbreyttur stjórnandi á flugvellinum í Bagdad.

6 látast í jarðskjálfta

Öflugur jarðskjálfti kostaði sex manns lífið í Indónesíu í morgun. Fjörutíu og sex hið minnsta slösuðust, en skjálftinn mældist sex á richter. Fjöldi bygginga varð fyrir skemmdum og nokkur fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Jarðskjálftans var mest vart á eynni Alor, þar sem um hundrað og sjötíu þúsund manns búa í talsverðri fátækt. Sökum frumstæðra samgöngumannvirkja eiga björgunarmenn erfitt um vik með að koma fólki til bjargar.

Rússar banna reykingar

Rússar hyggjast banna reykingar á opinberum vettvangi. Frumvarp liggur nú fyrir rússneska þinginu, þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á vinnustöðum og sjúkrahúsum, einungis verði leyft að reykja á tilgreindum reykingasvæðum í opinberum byggingum og sala tóbaks verði bönnum í íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum.

Blair í Hvíta húsinu

George Bush, Bandaríkjaforseti, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða í dag saman í Washington og verða málefni Miðausturlanda efst á baugi. Búist er við því að Bush geri við það tækifæri grein fyrir hugmyndum sínum um framtíð friðarferlisins þar eftir fráfall Jassirs Arafats.

Útför í skugga óvissu

Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni.

Hart barist í Fallujah

Loftárásir standa nú yfir á borgina Mósúl í Írak, og harðir bardagar standa í Fallujah. Í Bagdad berjast þjóðvarðliðar við skæruliða. Mikið mannfall hefur verið undanfarinn sólarhring. Átökin í Írak eru í raun og veru stríð. Bandaríkjamenn segjast hafa meirihluta borgarinnar Fallujah í Írak á valdi sínu, en átök við skæruliða og hryðjuverkamenn halda þó áfram í suðurhluta borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir