Fleiri fréttir

Tom leikur fyrir Suri

Tom Cruise leyfir fjögurra ára dóttur sinni, Suri, að fylgjast með sér í vinnunnni.

Russell Brand: Þarf ég virkilega nýja skó?

Russell Brand, 35 ára, segir að hann og unnusta hans, söngkonan Katy Perry, 25 ára, klæði sig öðruvísi eftir að þau byrjuðu saman. Russell er hættur að klæðast eingöngu svörtum fötum síðan hann byrjaði með Katy. „Eftir að ég fór að vera litaglaðari í fatavali hefur hún (Katy) tekið upp á því að klæðast svörtu mun oftar og hún hefur líka tekið upp á því að vera kynþokkafyllri í klæðnaði," sagði hann í viðtali við ASOS tímaritið. Alexander McQueen og John Galliano eru uppáhaldshönnuðir Russell en hann segist vera nískur þegar kemur að því að fjárfesta í dýrum fatnaði. „Ég spyr mig sífellt hvort ég virkilega þurfi fötin áður en ég kaupi þau og ég fer sjaldan í fatabúðir því mér líður ekkert betur þó ég versli mér eitthvað," sagði Russell. „Ég spyr sjálfa mig til dæmsi: Á mér eftir að líða betur ef ég kaupi þessa skó? Verð ég ekki bara í sama skapi... bara í nýjum skóm."

Öruggar konur eru sexí

Ofurfyrirsætan frá Sómalíu, Iman, 54 ára, hefur unnið sem fyrirsæta í meira en þrjátíu ár.

Feta í fótspor hljómsveitar Buddy Holly

„Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff.

Fyrirsætan Natalia Vodianova í Reykjavík

Rússneska fyrirsætan Natalia Vodianova er stödd á Íslandi. Sést hefur hennar á rölti um miðbæ Reykjavíkurborgar. Hefur hún vakið athygli meðal vegfarenda og búðareiganda á Laugaveginum enda stórglæsileg kona og flestir sem fletta tískublöðum ættu að kannast við andlit hennar. Natalia er ein þekktasta fyrirsæta í heiminum í dag og var númer sjö á lista Forbes yfir ríkustu fyrirsætur í heimi. Hún var einnig kynnir í Eurovision á síðsta ári þegar keppnin var haldin í Moskvu.

Johnny Depp dekrar mig

Franska fyrirsætan og söngkonan Vanessa Paradis segir skó sem voru í eigu Marilyn Monroe eitt það dýrmætasta sem hún á þegar kemur að veraldlegum eigum.

Leita að ungum og hæfileikaríkum söngvurum - myndband

Röddin með þeim Maríu Björk Sverrisdóttur og Sigríði Beinteinsdóttur er í fullum gangi og ferðast þær stöllur nú um landið í leit að ungum og hæfileikaríkum söngvurum. „Já þetta gengur bara rosalega vel og búið að vera mjög gaman," sagði Sigríður meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Sindri Sindrason stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag ræðir við þær stöllur.

Sendu inn verðlaunamynd

Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis er hafin. Okkur hafa borist fjöldinn allur af frábærum myndum í keppnina. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Vertu með og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér.

Predikarasonur segir frá lífi sínu á nýrri plötu

Sigurður Laufdal tónlistarmaður er tilbúinn með nýja plötu sem kemur með haustinu. Sigurður er meðal annars þekktur fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Bandinu hans Bubba fyrir tveimur árum og sem sonur Ómega predikarans Guðlaugs Laufdal.

Fyrrum Playboykanína vill annað barn

Kendra Wilkinson, 25 ára fyrrum Playboy kanína, sem er gift ameríska fóboltamanninum Hank Baskett vill eignast annað barn en saman eiga þau 10 mánaða son, Hank Jr. Undanfarnir mánuðir hafa verið Kendru erfiðir þar sem fyrrverandi kærasti hennar hótar að selja myndband af þeim í miðjum ástarleik. Hjónaband Kendru hefur hangið á bláþræði síðan gamli kærastinn birtist með kynlífsmyndbandið en nú eru þau búin að sættast og vilja reyna að eignast annað barn. Já við erum að hugsa um að eignast annað barn næsta sumar, sagði Kendra í tímaritinu People.

Opnunarhátíð á Faktorý bar

„Við Arnar vorum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í þónokkuð langan tíma. Okkur langaði að opna svona múltí-funktíonal stað og þetta húsnæði býður svo sannarlega upp á það," segir Villý Þór Ólafsson, einn eigenda Faktorý bars.

Ráðlagt að selja sundlaugar

Leikkonan Courteney Cox, 46 ára, fékk stóra tækifærið árið 1994 þegar hún landaði hlutverki Monicu Gller í sjónvarpsþáttaröðinni Friends sem sló heldur betur í gegn á heimsvísu. Stuttu áður en velgengnin bankaði á dyrnar hjá leikkonunni ráðlagði pabbi hennar Courteney að flytja heim og vinna með honum í fjölskyldufyrirtækinu við að hreinsa sundlaugar. Courtney segir að pabbi hennar hafi eitt sinn hringt í hana og sagt: Elskan þú hefur alltaf verið frábær sölukona en núna er kominn tími til að þú hættir að eltast við leikaradrauminn og komir heim að selja sundlaugar." Courteney giftist leikaranum David Arquette árið 1999. Saman eiga þau sex ára dóttur. Courteney segir hjónabandið ekki vera fullkomið og þess vegna reyna þau að rækta hvort annað og fjölskylduna á hverjum einasta degi.

Sonur Cristiano Ronaldo fluttur í skyndi á spítala

Sonur Cristiano Ronaldo, Cristiano Ronaldo yngri, var fluttur í skyndi á spítala í Algarve í Portúgal í gær. Fjölskylda fótboltakappans flutti drenginn í flýti eftir að hann veiktist skyndilega í gær. Pabbi hans var ekki með í för en mætti nokkrum klukkustundum síðar. Þá yfirgáfu feðgarnir spítalann saman. Það var í fyrsta sinn sem þeir sáust saman eftir að Ronaldo tilkynnti á Facebook- og Twitter-síðum sínum að hann væri orðinn faðir. Drengurinn kom í heiminn þann 17. júní síðastliðinn.

Íslenskum ungmennum boðið til Japans

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga kynnisferð til Japans nóvember 2010. Ungmennin þurfa að skila inn stuttri ritgerð upp á eina A4 síðu. Þema ritgerðarinnar er: „Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?"

Beckham heldur fast í fyrstu tilfinningarnar

David Beckham, 35 ára, er með eiginkonuna sína Victoriu, 36 ára, skráða í símanum sínum undir nafninu Posh. Hjónin kynnstust árið 1997 þegar Victoria var hluti af stúlknabandinu Spice Girls en þar fékk hún gælunafnið Posh Spice. Þau hafa verið saman í ellefu ár og eiga saman drengina Brooklyn, 11 ára, Romeo, 7 ára, og 5 ára gamlan Cruz. David segir ástæðuna fyrir gælunafni hennar í símanum hans sé til að minna hann á það þegar þau kynntust og urðu ástfangin. .

Há áfengisgjöld sliga Karamba

„Starfsfólkið grét þegar við tilkynntum að við gætum ekki haldið áfram rekstri," segir María Hjálmtýsdóttir eigandi skemmtistaðarins Karamba sem lýkur starfsemi sinni eftir helgina. Staðurinn hefur verið starfræktur í eitt og hálft ár á horni Laugavegar og Klapparstígs og notið vinsælda í skemmtistaðaflóru miðbæjarins.

Auðkýfingaeinelti á Búðum

„Okkur vorur boðnar mjög háar upphæðir frá auðkýfingunum fyrir aukalög þegar böllin voru að klárast. Það var ekki verið að bjóða neina 2.000 krónu seðla heldur fleiri tugi þúsunda," segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Búðarbandsins, Ensími og fleiri hljómsveita.

Guðmundur Ingi í nýju Iron Maiden-myndbandi

„Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari. Á þeim tíma sem ég var að byrja að spila á gítar voru það lög þeirra sem urðu fyrir valinu. Það eru sennilega fá lög sem ég hef eytt jafn miklum tíma í og The Prisoner. Eyddi mörgum dögum í að reyna að ná því fullkomnu, en auðvitað tókst það aldrei,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari.

Dansandi Hallgerður Langbrók

„Ég, Snædís, Katrín og Saga ákváðum að prófa að vinna saman að verki þar sem við höfðum allar unnið sem sjálfstætt starfandi danshöfundar í sjálfstæðum verkum. Við tókum eiginlega ákvörðun um að vinna með kvenskörunga Íslandssögunnar því við erum allar mjög ákveðnar sjálfar og því fannst okkur gaman að túlka þessar merku konur," segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur.

Pamela sér eftir Tommy

Kynbomban Pamela Anderson segist enn hugsa til endaloka hjónabands síns og rokkarans Tommy Lee með svolítilli eftirsjá. „Ég hef verið miður mín síðustu fimmtán árin vegna skilnaðarins, aðallega vegna strákanna. Ég held ég hafi bara fest mig við hvern þann sem vildi stofna fjölskyldu með mér, en karlmennirnir sem ég laðaði að mér voru ekki draumaprinsinn sem ég hafði ímyndað mér. Nú vil ég heldur vera ein og hugsa um strákana mína. Kannski kynnist ég manni, ef ekki þá munu strákarnir sjá um mig í ellinni," sagði fyrrum Baywatch-stúlkan en hún á synina Brandon Thomas og Dylan Jagger með Tommy Lee.

Aniston sveik vinkonu sína

Leikkonan Jennifer Aniston sást nýverið á stefnumóti með óþekktum manni, sem er nú sagður vera leikari að nafni Christopher Gartin. Gartin þessi er tveggja barna faðir og fyrrum eiginmaður vinkonu Aniston, Joanne Gartin, sem er einnig góð vinkona Courteney Cox. „Þetta vekur ekki áhuga minn. En það er satt, Jennifer hefur verið vinkona mín í yfir tíu ár. Við höfum þekkt hvor aðra lengi," sagði Joanne Gartin þegar hún var spurð út í samband Aniston og fyrrum eiginmanns síns.

Shiloh vill vera eins og strákarnir

Leikkonan Angelina Jolie hefur verið á forsíðum ófárra tímarita undanfarið og veitt þó nokkur persónuleg viðtöl, en þetta er gert til að kynna nýjustu mynd hennar, Salt. Í nýju viðtali við tímaritið Vanity Fair ver Jolie fatastíl dóttur sinnar.

Grennast saman

Demi Moore og eiginmaður hennar, leikarinn Ashton Kutcher, hafa ákveðið að setja heilsuna í fyrsta sæti og eru nú á sérstökum kúr sem á að bæta heilsuna. Kúrinn samanstendur af mikilli hreyfingu og safa búnum til úr sítrónu, cayenne pipar og sýrópi.

Bon Jovi meiddist á tónleikum

Söngvarinn Jon Bon Jovi meiddist á kálfa á tónleikum með hljómsveit sinni Bon Jovi í heimaborg sinni New Jersey. Hann lét það ekki á sig fá og lauk tónleikunum, þrátt fyrir að hafa þurft að haltra um sviðið.

Brjálaður Gibson

Fleiri upptökur þar sem Mel Gibson heyrist öskra og hóta kærustu sinni, rússnesku tónlistarkonuna Oksönu Grigorievu. Eftir að upptökurnar komu fram í dagsljósið hefur leikarinn ekki átt sjö dagana sæla og hefur umboðsskrifstofa hans meðal annars sagt honum upp og búið er að fresta útgáfu nýrrar kvikmyndar hans um óákveðinn tíma.

Bryndís Ásmunds í Íslandi í dag - myndband

Í Íslandi í dag í kvöld verður þátturinn Núll þrír rifjaður upp sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tæpum fimmtán árum þar sem rætt var við Bryndísi Ásmundsdóttur leikkonu. Rætt verður við Bryndísi og tekinn púlsinn á því sem hún er að gera í dag. Það er skemmtileg tilviljun að hún tók þátt í uppfærslu Rocky horror árið 1996 og leikur nú í sömu uppfærslu hjá Leikfélagi Akureyrar í haust. Ekki missa af Íslandi í dag strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Makalaus í nýju ástarfagi í háskólanum

„Ég er bæði upp með mér og einstaklega stolt yfir því að ég fái að fljóta með í fagi þar sem bókmenntadrottningar eins og Jane Austen og kóngurinn Halldór Laxness verða kennd," svarar rithöfundurinn Þorbjörg Marínósdóttir, eða Tobba eins og hún er kölluð, spurð hvernig það leggst í hana að bókin hennar Makalaus er notuð við kennslu í svokölluðu ástarfagi í Háskóla Íslands.

Með komplexa yfir brosinu

Leikkonan Amanda Seyfried, 24 ára, sem sló heldur betur í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía! árið 2008, er með komplexa yfir því hvernig hún brosir. Amanda segir óskiljanlegt af hverju fólki finnst hún vera aðlaðandi en hún er óánægð með það hvernig hún brosir. Ég er ósköp venjuleg í útliti og þegar ég brosi verða varirnar á mér skrýtnar. Ég skil ekki hvernig nokkrum manni þykir ég aðlaðandi," sagði hún í nýlegu viðtali við Total Film tímaritið. Amanda er í tímabundnu fríi frá kvikmyndaleik en hún segist ekki hafa áhuga á að leika í rómantískum gamanmyndum af því að hún vill líkjast leikkonunni Meryl Streep þegar kemur að hlutverkavali.

Loksins fann Aniston ástina

Leikkonan Jennifer Aniston og leikarinn Chris Gartin féllu fyrir hvort öðru fyrir ekki alls löngu þegar vinkona Jennifer, leikkonan Courteney Cox, skipulagði stefnumótið en alfarið án þeirra vitneskju. Parið hefur sést saman á götum Los Angeles undanfarið og það fer ekki á milli mála að Jennifer hefur fundið ástina á ný. Courteney og eiginmaður hennar, leikarinn David Arquette, eru góðir vinir Chris. En Chris og David léku saman í kvikmyndinni Johns back árið 1996. Sagan segir að Courteney og David buðu Jennifer í mat þar sem Chris var einnig gestur. Jennifer mætti of seint í hálfgerðu stresskasti en Chris róaði hana niður með því að gefa henni vínglas, fékk hana til að hlæja, slappa aðeins af og njóta stundarinnar.

Ekki 100% ánægð með líkamann

Leikkonan Eva Mendes, 36 ára, vill að fólk sjái hve hugrökk hún er þegar hún birtist nakin hvort sem er á hvíta tjaldinu eða ljósmyndum í stað þess að vera talin kynþokkafull. Eva er yfirleitt ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu konur heims en hún vill breyta viðhorfi fólks gagnvart henni. Eva biður aðdáendur sína að horfa á hana sem metnaðarfulla, klára og fyndna konu frekar en kynþokkafulla. Eva viðurkennir að hún er ekki alltaf 100% ánægð með líkama sinn en reynir eins og hún mögulega getur að fá útlitið ekki á heilann. „Ég tala við röddina innra með mér og segi við sjálfa mig: Ég veit að þú vilt segja mér að ég er alls ekki sjarmerandi en veistu ég vil ekki heyra það núna takk! Komdu aftur eftir nokkra daga til að brjóta mig niður þegar ég búin í þessari töku. Þá skal ég hleypa þér inn," sagði Eva. Evu finnst mikilvægt að konur taki sjálfa sig andlega og líkamlega í sátt.

Daníel Ágúst í annarlegu ástandi - myndband

Við fengum að fylgjast með gerð myndbands í gærkvöldi við nýtt lag, sem heitir Þriggja daga vakt, sem Gus Gus, Nýdönsk og Haltalín flytja saman. Kassinn sem Daníel Ágúst dansar um með á höfðinu táknar ástandið sem fólk fer í um verslunarmannahelgina. Þá snýst allt um helgina, sem er þriggja daga vakt, og svo þegar helgin er búin þá kemur fólk aftur út úr þessum kassa og lífið verður venjulegt. Á Facebook er hægt að fá svona kassa til að setja sem prófílmynd hjá sér sem táknar hvað maður ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Þriggja daga vaktin á Facebook.

Penélope Cruz gengin út

Leikararnir Penélope Cruz, 36 ára, og Javier Bardem, 41 árs, eru gift. Þau hafa verið kærustupar síðan árið 2007 en undanfarin ár hafa þau lagt sig fram við að halda persónulega lífi sínu fjarri fjölmiðlum. Fjölmiðlafulltrúi leikkonunnar hefur staðfest að hún er gengin í heilagt hjónaband með Javier. Brúðkaupið fór fram fyrr í þessum mánðui á heimili vinafólks þeirra og aðeins nánustu ættingjar voru viðstaddir athöfnina. Penélope klæddist kjól eftir John Galliano. Meira fær almenningur ekki að vita.

Hafði mikið fyrir því að komast í form

Leikarinn Mark Wahlberg sem sat eftirminnilega fyrir í Calvin Klein nærfataauglýsingaherferð fyrir nokkrum árum viðurkennir að það er erfitt að halda líkamanum í góðu formi en honum líður best þannig. Leikarinn, sem er 39 ára gamall, hafði mikið fyrir því hér áður fyrr að lyfta lóðum og hreyfa sig til að komast í besta líkamlega ástandið hverju sinni. „Þegar ég byrjaði að æfa reyndi ég bókstaflega að lyfta allri líkamsræktarstöðinni. Ég lyfti eins þungum lóðum og ég mögulega gat á hverjum einasta degi. Í dag er ég ekki alveg eins ýktur," sagði Mark í tímaritinu Men's Fitness. „Ég hef haft mikið fyrir því að komast í þetta líkamlega form þannig að ég get alveg eins lagt eitthvað á mig til að halda því við." Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun. Vertu með í fyrramálið...

Opna heimasíðu um kirkjur á Íslandi

Tveir bræður, þeir Andrés Ásgeir og Þórarinn Örn Andréssynir, hafa opnað heimasíðu sem inniheldur, upplýsingar, ljósmyndir og staðsetningar allra kirkna og bænahúsa á Íslandi sem eru um 360 talsins. Í tilkynningu frá þeim segir að síðan sé tengd Google maps sem auðveldi notendum að sjá staðsetningar kirknanna á mjög þægilegan og auðveldan máta.

Universal í Evrópu með Boðbera í sigtinu

„Okkur kom þetta nú svolítið á óvart, enda við fyrst og fremst að einbeita okkur að því að koma myndinni í íslensk bíóhús," segir Hákon Einarsson, framleiðandi íslensku myndarinnar Boðbera.

Hafnaði í 14. sæti á fyrsta heimsmeistaramóti barna

Hin níu ára gamla Sesselja Sif Óðinsdóttir tók fyrir skemmstu þátt í fyrsta heimsmeistaramóti barna í fitness sem fram fór í Slóvakíu. Sesselja Sif er dóttir Kristínar Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara kvenna í fitness, og stjúpdóttir Sigurðar Gestssonar, vaxtarræktarkappa.

Frægir Íslendingar í rassvasabók

„Þessi bók er fræðandi og skemmtileg þó þú sért ekki að nota hana í leiknum Hver er maðurinn? Hún rifjar upp marga aðila sem fólk hefur gleymt en gaman er að muna aftur," segir skopmyndateiknarinn og útgefandinn Hugleikur Dagsson.

Byggir danstónlistarbrú milli Reykjavíkur og Ibiza

Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út.

Frumburður væntanlegur

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég virkilega þrái að eignast börn," er haft eftir Vince.

Kærastarnir vildu ekki athyglina

Kim Kardashian segir að ástarsambönd fortíðar hafi ekki gengið upp hjá henni því elskuhugar hennar hafi ekki kunnað við alla þá athygli sem hún fær. Kim, sem áti í ástarsambandi við íþróttamenn á borð við Reggie Bush, Miles Austin og fyrir ekki alls löngu Cristiano Ronaldo, segir að starf hennar gangi út á að vera stöðugt í sviðsljósinu.

Háð SMS skilaboðum

Leikkonan Leighton Meester, 24 ára, er eins og flest okkar því hún er háð því að senda og taka á móti sms skilaboðum vina og fjölskyldu og að hanga á Facebook þegar hún er ekki upptekin við að leika Blair Waldorf í Gossip Girl sjónvarpsþáttunum. Leighton Meester skrifaði eftirfarand á vefsíðu sjónvarpsþáttarins þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum: „Ég er rosalega fljót að skrifa og senda sms skeyti. Ástæðan er sú að ég sendi allt of mörg sms á daginn og næturna. Ég er háð þessu samskiptaformi."

Pamela kærir sig ekki um bótox

Margir muna eftir Pamelu Anderson skokka á ströndinni í Baywatch sjónvarpsþáttunum. Hún segist vilja eldast á náttúrulegan máta þegar kemur að andliti hennar. „Ég hef aldrei farið í bótox því ég er ekki hrifin af því að láta eiga við andlitið á mér. Mér líkar alls ekki við andlitslýtaaðgerðir. Þær hræða mig. Þú sérð fólk sem breytist ekkert með aldrinum og það er skrýtið. Ég ætla ekki að verða þannig," sagði Pamela.

Elskar að svitna

Leikkonan Eva Green, sem sumir vilja meina að hafi verið ein áhugaverðasta Bond-gella sögunnar því að hún hafði persónuleika í myndinni Casino Royale, er hrifin af því að svitna því það lætur henni líða vel. Eva leggur sig fram við að vera í góðu líkamlegu formi og hún viðurkennir að stundum nennir hún ekki í ræktina en þegar hún finnur hvernig líkaminn bregst við eftir átök er hún sannfærð um að æfingarnar gera henni gott. „Þegar ég er í London mætir einkaþjálfarinn minn heim til mín og við lyftum lóðum og hreyfum okkur. Þá svitna ég mikið og líður mjög vel eftir á," sagði Eva. Hún segir að fötin séu algjört aukaatriði þegar hún er í góðu formi.

Sjá næstu 50 fréttir