Fleiri fréttir Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. 18.8.2010 18:30 SAS endurgreiðir 30 þúsund farþegum vegna eldgossins SAS flugfélagið er þessa dagana að endurgreiða 25 þúsund viðskiptavinum sínum farmiða vegna þeirrar röskunar sem varð á flugsamgöngum þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í apríl. Um 5 þúsund manns til viðbótar bíða þess að fá miðana greidda til baka, að því er fram kemur á norska viðskiptavefnum e24.no. 18.8.2010 16:45 Gamma hækkaði um 0,6% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði töluvert í dag eða um 0,6% í 19 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 4,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 1% í 14,6 ma. viðskiptum. 18.8.2010 16:40 Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings banka til 24. nóvember næstkomandi. Ákvörðun Kaupþings um að óska eftir þessari framlengingu var kynnt á fundi með kröfuhöfum 9. ágúst síðastliðinn. 18.8.2010 15:17 Sala á áfengi og tóbaki minnkar Tekjur af áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi hafa aukist að undanförnu þótt sala á áfengi og tóbaki hafi dregist saman. 18.8.2010 14:24 Efnahagsbatinn hafinn Visbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí. 18.8.2010 13:14 Stutt þar til fasteignamarkaðurinn nær botni Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,3% í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem tekin er saman af Þjóðskrá Íslands og birt var síðdegis í gær. 18.8.2010 12:59 Seðlabankinn hyggur á gjaldeyriskaup Ástæður þess að stýrivextir voru lækkaðir um heilt prósent í dag eru minni verðbólga, lægri verðbólguvæntingar, sterkara gengi krónunnar og horfur á hraðari hjöðnun verðbólgu en áður var reiknað með. Þetta kom fram á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. 18.8.2010 12:53 Icelandair Group boðar til hluthafafundar Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 15.september næstkomandi klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að á dagskrá fundarins verði kjör nýrrar aðal- og varastjórnar félagsins skv. 5. gr. samþykkta og lýsa stjórnarmenn því yfir að þar með ljúki kjörtímabili þeirra. 18.8.2010 12:44 Veruleg fjölgun atvinnuauglýsinga Atvinnuauglýsingum í dagblöðum fjölgaði um 21% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Capacent Gallup. Á árinu 2009 voru birtar samtals 3.480 atvinnuauglýsingar í dagblöðunum en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er fjöldi atvinnuauglýsinga 2.457. 18.8.2010 11:18 Hagnaður Eimskips umfram væntingar Hagnaður Eimskips fyrstu sex mánuði árins 2010 er umfram væntingar að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu en rekstrarhagnaður var jákvæður um 3,4 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta var 1,3 milljarðar og heildareignir félagsins í lok júní voru 46 milljarðar. Eiginfjárhlutfall Eimskips er nú 54 prósent og vaxtaberandi skuldir eru 12 milljarðar. 18.8.2010 10:50 Stýrivextir lækkaðir í 7% Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. 18.8.2010 08:56 Vaxtaákvörðun tilkynnt í dag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður birt klukkan níu í dag. Tveimur klukkustundum síðar, eða klukkan 11 verða færð rök fyrir ákvörðuninni. Sérfræðingar hafa spáð nokuð umtalsverðri lækkun upp á 0,50 til eitt prósentustig. 18.8.2010 08:10 Magma Energy greiddi fjóra milljarða fyrir HS Orku Magma Energy er búið að greiða tæpa fjóra milljarða fyrir 38 prósent í HS Orku sem var í eigu Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins í dag. 17.8.2010 17:51 Farþegum Iceland Express fjölgar um 35% Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Það sem af er ágústmánuði hefur farþegum einnig fjölgað umtalsvert miðað við ágúst í fyrra. 17.8.2010 12:40 Peningamálastefnan: Tvö andstæð sjónarmið Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir. 17.8.2010 12:34 Tekjur ríkustu fjölskyldnanna dragast saman Tekjur tekjuhæstu fjölskyldna landsins hafa dregist saman um rúman helming frá árinu 2007, en þær eru enn næstum tvöfallt hærri en þær voru árið 2000. 17.8.2010 12:24 Samkomulag um fjármálastöðugleika undirritað Í dag gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að samkomulagið hafi verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands. 17.8.2010 10:40 Nefnd um fjármálastöðugleika skipuð Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí s.l. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. 16.8.2010 17:16 Um 9 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 6,5 ma. viðskiptum. 16.8.2010 16:21 Spá 0,5% stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%. 16.8.2010 12:57 Sveitarfélög í milljarða ábyrgð fyrir Magma HS Veitur, sem eru í eigu sveitarfélaga á suð-vesturhorninu, eru í tíu milljarða króna ábyrgð, fyrir HS Orku, sem er í einkaeigu. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanessbæjar, segir að æskilegt væri að losna við ábyrgðina. HS orka þurfi að greiða skuldirnar upp til að íbúar sveitarfélaganna losni undan ábyrgðunum, en Böðvar hefur ekki áhyggjur af því að ábyrgðin falli nokkurn tímann á íbúa sveitarfélaganna. 16.8.2010 12:08 Spá því að verðbólga fari niður í 4,5% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki í ágúst um 0,2% frá júlímánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 4,8% í 4,5% í ágústmánuði, og hefur verðbólgan þá ekki mælst minni hérlendis frá 16.8.2010 10:54 Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. 15.8.2010 18:30 Staða ráðuneytisstjóra auglýst Staða ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur verið auglýst laus til umsóknar. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, var nýverið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. 15.8.2010 11:32 Almenningur hætti að greiða af lánum Samtök lánþega hvetja alla lánþega til að hætta að greiða af hvers kyns gengistryggðum skuldbindingum. Ástæðan er meðal annars endurútreikningur Landsbankans á erlendum húsnæðislánum. Ábyrg afstaða, segir talsmaður samtakanna. 14.8.2010 12:30 Áfengisverðið hefur áhrif á vísitölu og vínmenningu Verð á áfengi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Alþingi samþykkti í fyrra breytingar á áfengisgjöldum, sem gerðu það að verkum að gjöldin hækkuðu um rúm fjörutíu prósent á tólf mánuðum. 14.8.2010 09:15 Mótkrafa frestar gagnaöflun „Þessu hefur verið frestað fram á haustið," segir Kim J. Landsman, lögmaður fimm af sex fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis, sem slitastjórn Glitnis hefur stefnt fyrir dómstól í New York. 14.8.2010 07:45 Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. 13.8.2010 19:06 Icelandair tapaði 161 milljón Icelandair Group tapaði 161 milljón eftir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er breyting til batnaðar frá sama tíma í fyrra því að þá nam tapið 1,3 milljörðum króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar. 13.8.2010 16:12 Alls 2,5 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 2,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum. 13.8.2010 16:07 Tæplega 13 þúsund manns atvinnulausir Atvinnuleysi í júlí síðastliðnum var 7,5% en að meðaltali voru 12.569 manns atvinnulausir í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minnkar atvinnuleysi um 3,2% frá júní, eða um 419 manns að meðaltali. 13.8.2010 12:51 Hlutabréf Icelandair tekin af athugunarlista Hlutabréf gefin út af Icelandair Group hf. hafa verið færð af athugunarlista Kauphallarinnar með vísan til upplýsinga í tilkynningu frá félaginu í gær. 13.8.2010 11:19 Auður Capital kaupir stóran hlut í Gagnavörslunni AUÐUR I, fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital, hefur fest kaup á tæplega 22% hlut í Gagnavörslunni ehf. 13.8.2010 11:08 Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur hækkandi Skuldatryggingaálag Íslands fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað mikið í sumar. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið í 322 punkta en það fór niður í 286 punkta í síðasta mánuði og hafði þá ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári. 13.8.2010 09:40 Veruleg aukning á hagnaði Landsnets í ár Hagnaður Landsnets hf. eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.034 milljónum kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins samanborið við hagnað að fjárhæð 167 milljónir kr. fyrir sama tímabil fyrra árs. Betri afkoma stafar aðallega af minna gengistapi en árið áður. 13.8.2010 09:31 Heildaraflinn hefur dregist saman um 13% í ár Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.8.2010 09:06 Ferðamannatímabilið ekki eins slæmt og óttast var eftir gosið Útlit er því fyrir að ferðamannatímabilið í sumar hafi ekki borið þann skaða af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem óttast var og eru það gríðarlega jákvæð tíðindi. 13.8.2010 08:40 Hætt við bankakaup eftir hæstaréttardóm Erlendir fjárfestar misstu áhuga á kaupum á tæpum þrjátíu prósenta hlut í Íslandsbanka eftir að Hæstiréttur dæmdi erlend gengislán ólögmæt í júní. Þeir höfðu sett sig í samband við svissneska risabankann UBS, sem er með hlut skilanefndar Glitnis í bankanum í söluferli, og lýst yfir áhuga á honum. 13.8.2010 06:30 Um 4,7 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 ma. viðskiptum. 12.8.2010 18:10 Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair lokið Icelandair Group hf. tilkynnti 14. og 15. júní 2010 að Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna (LV) hefðu gert bindandi samkomulag við félagið þess efnis að sjóðirnir myndu fjárfesta í Icelandair Group hf. fyrir 4 milljarða króna á genginu 2,5. 12.8.2010 18:07 Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, en áður gegndi hann starfi yfirlögfræðings ráðsins. Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri, Frosti Ólafsson, hverfur nú til náms erlendis en hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2006, fyrst sem hagfræðingur ráðsins, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptaráðs. 12.8.2010 15:41 FME veitir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Icelandair Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóði Íslands skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair. 12.8.2010 09:01 Erlendar skuldir þjóðarbúsins lækka mælt í krónum Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa lækkað það sem af er ári mælt í krónum enda hefur krónan styrkst talsvert eða um nær 11% frá áramótum. Þannig voru erlendu skuldirnar komnar í 3.027 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum og eru eflaust enn lægri nú. 12.8.2010 08:10 Mikil auking á kortaveltu Íslendinga í útlöndum Kreditkortavelta landans á erlendri grundu sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar eru byrjaðir að taka upp veskið á nýjan leik í útlöndum enda hefur kaupmáttur landans á erlendri grundu aukist undanfarið með styrkingu krónunnar. 12.8.2010 07:40 Sjá næstu 50 fréttir
Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. 18.8.2010 18:30
SAS endurgreiðir 30 þúsund farþegum vegna eldgossins SAS flugfélagið er þessa dagana að endurgreiða 25 þúsund viðskiptavinum sínum farmiða vegna þeirrar röskunar sem varð á flugsamgöngum þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í apríl. Um 5 þúsund manns til viðbótar bíða þess að fá miðana greidda til baka, að því er fram kemur á norska viðskiptavefnum e24.no. 18.8.2010 16:45
Gamma hækkaði um 0,6% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði töluvert í dag eða um 0,6% í 19 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 4,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 1% í 14,6 ma. viðskiptum. 18.8.2010 16:40
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings banka til 24. nóvember næstkomandi. Ákvörðun Kaupþings um að óska eftir þessari framlengingu var kynnt á fundi með kröfuhöfum 9. ágúst síðastliðinn. 18.8.2010 15:17
Sala á áfengi og tóbaki minnkar Tekjur af áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi hafa aukist að undanförnu þótt sala á áfengi og tóbaki hafi dregist saman. 18.8.2010 14:24
Efnahagsbatinn hafinn Visbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí. 18.8.2010 13:14
Stutt þar til fasteignamarkaðurinn nær botni Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,3% í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem tekin er saman af Þjóðskrá Íslands og birt var síðdegis í gær. 18.8.2010 12:59
Seðlabankinn hyggur á gjaldeyriskaup Ástæður þess að stýrivextir voru lækkaðir um heilt prósent í dag eru minni verðbólga, lægri verðbólguvæntingar, sterkara gengi krónunnar og horfur á hraðari hjöðnun verðbólgu en áður var reiknað með. Þetta kom fram á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. 18.8.2010 12:53
Icelandair Group boðar til hluthafafundar Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 15.september næstkomandi klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að á dagskrá fundarins verði kjör nýrrar aðal- og varastjórnar félagsins skv. 5. gr. samþykkta og lýsa stjórnarmenn því yfir að þar með ljúki kjörtímabili þeirra. 18.8.2010 12:44
Veruleg fjölgun atvinnuauglýsinga Atvinnuauglýsingum í dagblöðum fjölgaði um 21% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Capacent Gallup. Á árinu 2009 voru birtar samtals 3.480 atvinnuauglýsingar í dagblöðunum en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er fjöldi atvinnuauglýsinga 2.457. 18.8.2010 11:18
Hagnaður Eimskips umfram væntingar Hagnaður Eimskips fyrstu sex mánuði árins 2010 er umfram væntingar að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu en rekstrarhagnaður var jákvæður um 3,4 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta var 1,3 milljarðar og heildareignir félagsins í lok júní voru 46 milljarðar. Eiginfjárhlutfall Eimskips er nú 54 prósent og vaxtaberandi skuldir eru 12 milljarðar. 18.8.2010 10:50
Stýrivextir lækkaðir í 7% Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. 18.8.2010 08:56
Vaxtaákvörðun tilkynnt í dag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður birt klukkan níu í dag. Tveimur klukkustundum síðar, eða klukkan 11 verða færð rök fyrir ákvörðuninni. Sérfræðingar hafa spáð nokuð umtalsverðri lækkun upp á 0,50 til eitt prósentustig. 18.8.2010 08:10
Magma Energy greiddi fjóra milljarða fyrir HS Orku Magma Energy er búið að greiða tæpa fjóra milljarða fyrir 38 prósent í HS Orku sem var í eigu Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins í dag. 17.8.2010 17:51
Farþegum Iceland Express fjölgar um 35% Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Það sem af er ágústmánuði hefur farþegum einnig fjölgað umtalsvert miðað við ágúst í fyrra. 17.8.2010 12:40
Peningamálastefnan: Tvö andstæð sjónarmið Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir. 17.8.2010 12:34
Tekjur ríkustu fjölskyldnanna dragast saman Tekjur tekjuhæstu fjölskyldna landsins hafa dregist saman um rúman helming frá árinu 2007, en þær eru enn næstum tvöfallt hærri en þær voru árið 2000. 17.8.2010 12:24
Samkomulag um fjármálastöðugleika undirritað Í dag gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að samkomulagið hafi verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands. 17.8.2010 10:40
Nefnd um fjármálastöðugleika skipuð Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí s.l. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. 16.8.2010 17:16
Um 9 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 6,5 ma. viðskiptum. 16.8.2010 16:21
Spá 0,5% stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%. 16.8.2010 12:57
Sveitarfélög í milljarða ábyrgð fyrir Magma HS Veitur, sem eru í eigu sveitarfélaga á suð-vesturhorninu, eru í tíu milljarða króna ábyrgð, fyrir HS Orku, sem er í einkaeigu. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanessbæjar, segir að æskilegt væri að losna við ábyrgðina. HS orka þurfi að greiða skuldirnar upp til að íbúar sveitarfélaganna losni undan ábyrgðunum, en Böðvar hefur ekki áhyggjur af því að ábyrgðin falli nokkurn tímann á íbúa sveitarfélaganna. 16.8.2010 12:08
Spá því að verðbólga fari niður í 4,5% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki í ágúst um 0,2% frá júlímánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 4,8% í 4,5% í ágústmánuði, og hefur verðbólgan þá ekki mælst minni hérlendis frá 16.8.2010 10:54
Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. 15.8.2010 18:30
Staða ráðuneytisstjóra auglýst Staða ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur verið auglýst laus til umsóknar. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, var nýverið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. 15.8.2010 11:32
Almenningur hætti að greiða af lánum Samtök lánþega hvetja alla lánþega til að hætta að greiða af hvers kyns gengistryggðum skuldbindingum. Ástæðan er meðal annars endurútreikningur Landsbankans á erlendum húsnæðislánum. Ábyrg afstaða, segir talsmaður samtakanna. 14.8.2010 12:30
Áfengisverðið hefur áhrif á vísitölu og vínmenningu Verð á áfengi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Alþingi samþykkti í fyrra breytingar á áfengisgjöldum, sem gerðu það að verkum að gjöldin hækkuðu um rúm fjörutíu prósent á tólf mánuðum. 14.8.2010 09:15
Mótkrafa frestar gagnaöflun „Þessu hefur verið frestað fram á haustið," segir Kim J. Landsman, lögmaður fimm af sex fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis, sem slitastjórn Glitnis hefur stefnt fyrir dómstól í New York. 14.8.2010 07:45
Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. 13.8.2010 19:06
Icelandair tapaði 161 milljón Icelandair Group tapaði 161 milljón eftir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er breyting til batnaðar frá sama tíma í fyrra því að þá nam tapið 1,3 milljörðum króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar. 13.8.2010 16:12
Alls 2,5 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 2,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum. 13.8.2010 16:07
Tæplega 13 þúsund manns atvinnulausir Atvinnuleysi í júlí síðastliðnum var 7,5% en að meðaltali voru 12.569 manns atvinnulausir í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minnkar atvinnuleysi um 3,2% frá júní, eða um 419 manns að meðaltali. 13.8.2010 12:51
Hlutabréf Icelandair tekin af athugunarlista Hlutabréf gefin út af Icelandair Group hf. hafa verið færð af athugunarlista Kauphallarinnar með vísan til upplýsinga í tilkynningu frá félaginu í gær. 13.8.2010 11:19
Auður Capital kaupir stóran hlut í Gagnavörslunni AUÐUR I, fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital, hefur fest kaup á tæplega 22% hlut í Gagnavörslunni ehf. 13.8.2010 11:08
Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur hækkandi Skuldatryggingaálag Íslands fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað mikið í sumar. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið í 322 punkta en það fór niður í 286 punkta í síðasta mánuði og hafði þá ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári. 13.8.2010 09:40
Veruleg aukning á hagnaði Landsnets í ár Hagnaður Landsnets hf. eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.034 milljónum kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins samanborið við hagnað að fjárhæð 167 milljónir kr. fyrir sama tímabil fyrra árs. Betri afkoma stafar aðallega af minna gengistapi en árið áður. 13.8.2010 09:31
Heildaraflinn hefur dregist saman um 13% í ár Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.8.2010 09:06
Ferðamannatímabilið ekki eins slæmt og óttast var eftir gosið Útlit er því fyrir að ferðamannatímabilið í sumar hafi ekki borið þann skaða af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem óttast var og eru það gríðarlega jákvæð tíðindi. 13.8.2010 08:40
Hætt við bankakaup eftir hæstaréttardóm Erlendir fjárfestar misstu áhuga á kaupum á tæpum þrjátíu prósenta hlut í Íslandsbanka eftir að Hæstiréttur dæmdi erlend gengislán ólögmæt í júní. Þeir höfðu sett sig í samband við svissneska risabankann UBS, sem er með hlut skilanefndar Glitnis í bankanum í söluferli, og lýst yfir áhuga á honum. 13.8.2010 06:30
Um 4,7 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 ma. viðskiptum. 12.8.2010 18:10
Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair lokið Icelandair Group hf. tilkynnti 14. og 15. júní 2010 að Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna (LV) hefðu gert bindandi samkomulag við félagið þess efnis að sjóðirnir myndu fjárfesta í Icelandair Group hf. fyrir 4 milljarða króna á genginu 2,5. 12.8.2010 18:07
Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, en áður gegndi hann starfi yfirlögfræðings ráðsins. Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri, Frosti Ólafsson, hverfur nú til náms erlendis en hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2006, fyrst sem hagfræðingur ráðsins, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptaráðs. 12.8.2010 15:41
FME veitir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Icelandair Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóði Íslands skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair. 12.8.2010 09:01
Erlendar skuldir þjóðarbúsins lækka mælt í krónum Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa lækkað það sem af er ári mælt í krónum enda hefur krónan styrkst talsvert eða um nær 11% frá áramótum. Þannig voru erlendu skuldirnar komnar í 3.027 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum og eru eflaust enn lægri nú. 12.8.2010 08:10
Mikil auking á kortaveltu Íslendinga í útlöndum Kreditkortavelta landans á erlendri grundu sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar eru byrjaðir að taka upp veskið á nýjan leik í útlöndum enda hefur kaupmáttur landans á erlendri grundu aukist undanfarið með styrkingu krónunnar. 12.8.2010 07:40