Fleiri fréttir

Áhöfnin á Goðafossi heiðruð fyrir hetjulega framgöngu

Áhöfnin á Goðafossi skipi Eimskipafélagsins var í gær heiðruð fyrir fyrir hetjulega framgöngu við slökkvistörf þegar eldur kom upp í skipinu 30. október síðastliðinn. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar hafi skipt sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skipinu.

Íhugar að stefna þingmanni vegna bloggfærslu

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, íhugar að höfða meiðyrðamál á hendur þingmanni VG, Birni Vali Gíslasyni vegna bloggfærslu sem hann birti í gær.

Fimbulkuldi á Norðausturlandi i nótt

Fimbulkuldi var á Norðausturlandi i nótt og fór forstið þar niður í rúmar 26 gráður á Hólasandi í grennd við Mývatn, í rúm 25 stig á Mývatnsöræfum og í tæp 24 stig á Brú á Jökuldal.

Ekki talin frekari þörf fyrir neyðarlög

Átta mánaða neyðarástandi á Taílandi verður aflétt í dag. Var það sett eftir að mikil mótmæli brutust út í Bangkok, höfuðborg landsins, þar sem yfir níutíu manns létust.

Fólskuleg líkamsárás í Aðalstræti

Fólskuleg líkamsárás var gerð á mann, þegar hann var staddur á móts við Hótel Plasa við Aðalstræti í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í nótt.

Breyting á háloftavindum veldur vetrarhörkum

Vetrarhörkurnar sem hrjáð hafa íbúa í norðanverðri Evrópu með miklum samgöngutruflunum og valdið snjókomu á miðju sumri í Ástralíu eru tilkomnar vegna breytinga á streymi háloftavinda.

Þúsundir missa afslátt í sund

Afsláttur sundlauga Reykjavíkur fyrir eldri borgara verður frá áramótum miðaður við 70 ár í stað 67 ára áður.

Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum

Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína.

Öngþveiti á vegum Danmerkur vegna snjókomu

Búist er við miklu öngþveiti á flestum vegum í Danmörku í dag vegna mikillar ofankomu og skafrennings. Lögreglan á Mið og Vestur Jótlandi þurfti að óska eftir aðstoð frá danska hernum vegna ófærðarinnar í nótt.

Tekinn við bruggun, kannabisrækt og dópsölu

Karlmaður um fertugt var handtekinn í heimahúsi við Stórholt í Reykjavík í nótt, staðinn að bruggun áfengis, ræktkun kannabisplantna og grunaður um sölu á amfetamíni eða kókaíni.

Námslok verða tryggð hjá nemendum

Menntamálaráðuneytið endurskoðar nú framtíð samstarfsins við Menntaskólann Hraðbraut, en þjónustusamningur við skólann rennur út sumarið 2011.

Hátt í 20 þúsund fá aðstoð við jólahaldið

Hátt í tuttugu þúsund Íslendingar fá aðstoð við að halda jól þetta árið, er mat talsmanna hjálparsamtaka. Sjö þúsund manns hið minnsta leituðu til samtakanna á síðustu dögum. Stór hópur þarf aðstoð en þiggur hana ekki, af ýmsum ástæðum.

Suður-Kórea hótar öllu illu

Suður-Kóreuher hótaði Norður-Kóreu hörðum refsingum geri her norðanmanna árás í framhaldi af heræfingum sunnanmanna í gær.

Háðir því að þingmenn breyti lögum

Áformað er að 20 nemendur hefji nám í Lögregluskóla ríkisins í byrjun febrúar. Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja frumvarp um breytingar á náminu eftir að þingmenn koma úr jólafríi um miðjan janúar, segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans.

Bækur seljast fyrir fimm milljarða í ár

„Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna.

Leyfa útsýnispall sem má ekki sjást

Rangárþing eystra hyggst setja upp útsýnispall ofan og austan við Skógafoss. Jafnframt á að koma fyrir göngutröppu við Seljalandsfoss.

Hafnar ásökun um misnotkun kirkju

Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður í VR, segir Stefán Einar Stefánsson, siðfræðing og forstöðumann Hins íslenska Biblíufélags, nota skrifaðstöðu í Hallgrímskirkju til sinna eigin afnota.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

Fyrrverandi forseti Argentínu, Jorge Rafael Videla, var dæmdur í dag í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann var einn af 30 mönnum sem voru ákærðir vegna mannréttindabrota sem voru framin í forsetatíð hans.

Einmanaleiki og kvíði á jólunum

Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi.

Þiggur ekki bónusinn

Colin Matthews, yfirmaður Heathrow flugvallar í London, lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki þiggja árlegan 170 milljóna króna bónus vegna mikilla tafa sem hafa orðið á flugi þar vegna fannfergis.

Gunnar Rúnar gæti sloppið fyrr

Líkur eru á Gunnar Rúnar Sigurþórsson sleppi fyrr en ella út í samfélagið verði hann úrskurðaður ósakhæfur. Þetta er reynslan í nágrannalöndum okkar. Stysti tíminn sem einstaklingur hefur þurft að dvelja á Sogni er tvö ár.

Ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn

„Níumenningarnir eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn," segir málsvari þeirra. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið offfari í málinu. Dómsmálaráðherra tók við áskorun frá 1000 manns í dag sem vilja að hann beiti sér fyrir því að saksókn í málinu verði felld niður.

Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa

Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum.

Beltið bjargaði ökumanninum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hádeginu í dag á Eyjafjarðarbraut vestri við bæinn Espihól, með þeim afleiðingum að bíllinn valt eina veltu.

Lögreglan varar við Þórsmerkuleið við Gígjökul

Nokkuð hefur borið á því að ekið sé inn gamla lónsstæðið við Gígjökul á Þórsmerkurleið. En við gosið í Eyjafjallajökli s.l. vor kom flóð niður með Gígjökli með miklum klaka og aurburði og fyllti upp í gamla lónsstæðið.

Bæjarstjórinn: „Ódýrara að vera með börn í Garðabæ“

„Það er ódýrara að vera með börn í Garðabæ en víðast annars staðar," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að þegar miðað er við þær heildargreiðslur sem falla á foreldra barna frá því börnin eru níu mánaða til fimm ára gömul, sé einna hagstæðast fyrir barnafólk að búa í Garðabæ.

Transfitusýrulög undirrituð í dag

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifaði í dag undir reglugerð um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.

Íslendingar almennt ánægðir með veðrið, vinnuna og nágranna

Íslendingar eru almennt ánægðir með veðrið, vinnuna og nágranna sína samkvæmt könnun MMR. Mikill meirihluti eða 93,4% landsmanna segjast ánægð með nágranna sína, 90,3% segjast ánægð með vinnuna sína og 85,5% eru ánægð með veðrið að undanförnu.

Jólaumferð í kirkjugörðunum

Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Allt að 122% verðmunur á hamborgarhrygg

Allt að 122% verðmunur var á hamborgarhrygg með beini þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 7 lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum í Reykjavík og Akureyri á mánudag. Kannað var verð á 46 algengum matvörum sem eru til í eldhúsum landsmanna yfir hátíðarnar.

Starfsfólk Skinneyjar-Þinganess: Niðurlægjandi jólagjöf

„Þetta er bara mjög niðurlægjandi jólagjöf,“ segir starfsmaður útgerðarinnar Skinneyjar-Þinganess en starfsfólk þar fékk forláta sjópoka úr gúmmíi. Pokinn er dökkblár og 60 lítrar, merktur Skinney-Þinganes.

Gamlir en vinalegir vitleysingar á topplistanum

Fortíðarþráin virðist ríkjandi hjá kaupendum barnaefnis fyrir þessi jólin og sjást þess merki vel á listum yfir mest seldu mynddiskana. Klaufabárðarnir, vitleysingarnir vinalegu sem urðu góðkunningjar hverrar fjölskyldu fyrir um þrjátíu árum, verma þrjú sæti á lista Eymundsson yfir mest selda barnaefnið í desember.

100% hækkun á umframvistun í Garðabæ

Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter.

Sjá næstu 50 fréttir