Fleiri fréttir

Lést eftir bifhjólaslys á Skaga

Maðurinn sem lenti í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga þann 12. júlí lést á Landspítlanum í gær. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur að Víkum ásamt systkinum sínum. Árni var fæddur 24. september 1950 og var ókvæntur og barnlaus.

Nýtt tungl fannst við Plútó

Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubble geimsjónauka NASA og ESA fundið fjórða tunglið á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Tungið er um þrettán til þrjátíu og fjórir kílómetrar í þvermál og hefur tímabundið verið gefið nafnið P4.

Læstur inni í fimm klukkustundir

Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins.

Óheppilegir kviðmágar

Fyrrverandi eiginkona Tigers Wood er sögð í sárum eftir að í ljós kom að nýr kærasti hennar hefur einnig deilt sæng með einni af hjákonum Tigers. Á slúðurvefnum TMZ segir að Elin Nordgren sé öskureið út í Jamie Dingman fyrir að hafa ekki sagt henni að hann hefði einnig legið Rachel Ucitel.

Hitler í fjöldauppsögnum

Adolf Hitler hefur verið sviptur titli heiðursborgara í bænum Klagenfurt sem er sjötti stærsti bær Austurríkis. Íbúar þar eru um 100 þúsund.

Á batavegi eftir bifhjólaslys

Karlmaður sem lenti í bifhjólaslysi í Kópvogi aðfaranótt föstudags er á batavegi, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild. Eftir slysið var manninum haldið sofandi i öndunarvél. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær maður verður útskrifaður af gjörgæsludeild.

Fleiri sem vilja ekki rekstur spilavíta hér á landi

Samkvæmt nýrri könnun MMR fjölgar í hópi þeirra sem segjast andvíg því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Yfir 70 prósent karla undir þrítugu eru fylgjandi rekstri spilavíta.

Síðustu tvær vikur fengsælar

Eftir frekar dræma laxveiði framan af sumri virðist sem að veiðin sé að taka við sér. Útlit er fyrir að veiðin í Norðurá í Borgarfirði verði svipuð og í fyrra.

Landsbankinn áfram í eigu ríkisins

Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum.

Eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöt

Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Umræða um drög að nýrri stjórnarskrá hefst í dag

Fyrsta umræða stjórnlagaráðs um drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð voru fram fyrr í vikunni hefst í dag. Drögin telja alls 111 stjórnarskrárákvæði og eru í níu köflum. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár verður afhent í lok mánaðarins.

Lilja Mósesdóttir fær ekki tíma hjá lækni

Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan þingflokka, fær ekki tíma hjá heimilislækni. Hún veltir fyrir sér hvort einungis skattgreiðendur eigi að njóta velferðarkerfis. Hingað til hafi hún glöð borgað skatta.

200 þúsund króna gjafabréf dregið út í dag

Dregið verður út í Facebook-leik Vísis klukkan 18 í dag en hann hefur staðið yfir í tvær vikur. Þátttakendur þurfa að smella á like á Vísi á Facebook og geta skráð sig svo í leikinn í kjölfarið.

Hversu hátt er Everest

Yfirvöld í Nepal hafa ákveðið að mæla Everest á nýjan leik til að fá endanlega úr því skorið hversu hátt þetta hæsta fjall heims er. Opinberlega er hæð fjallsins 8,848 metrar.

Styttist í druslugöngur

Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Ísafirði á laugardaginn. Markmiðið er uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

Dettifossvegi eystri lokað á miðnætti vegna geimverumyndar

Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður.

Sacre bleu! Fengu skaðabætur fyrir að vera ávörpuð á ensku

Kanadisk hjón hafa fengið sér dæmdar eina og hálfa milljón króna í skaðabætur frá flugfélaginu Air Canada vegna þess að þau voru ekki uppvörtuð á frönsku. Hjónin eru frá Quebec þar sem þorri manna talar frönsku. Talsverður hluti íbúa fylkisins vill raunar sjálfstæði frá Kanada.

Frystihúsið í Flatey gert upp - Úr hrognasöltun í ferðamennsku

Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmdunum. "Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa.

Eiður á að auka miðasöluna

„Stavros Adamidis, forseti AEK, er að vonast eftir því að með kaupunum á Eiði Smára Guðjohnsen muni sala á árskortum félagsins aukast,“ segir Dimitris Moros, íþróttafréttamaður hjá gríska dagblaðinu Ta Nea.

Lögregluútkall vegna hávaða í borholu

Íbúar í grennd við hverasvæðið við Hveramörk í Hveragerði eru orðnir svo langþreyttir á hávaða frá borholu Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, að þeir hringdu í gærkvöldi í lögreglu til að kvarta undan hávaðanum.

Örfá mál endurupptekin

Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili

Gæti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttna

Carl B. Hamilton, þingmaður Þjóðarflokksins í Svíþjóð, leggur til að viðskiptavinir Systembolaget, sænsku áfengisverslunarinnar, geti fengið vörurnar sendar heim. Bindindissamtökin IOGT-NTO telja tillöguna ganga óþarflega langt og segja að þetta geti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttnanna.

Innbrot í pitsustað í Grímsbæ

Brotist var inn í pitsustað í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og þaðan stolið skúffunni úr sjóðsvélinni með skiptimynt og fleiru.

Gamall reykkofi brann til grunna

Gamall reykkofi við bæinn Bitru i Kræklingahlíð, norðan Akureyrar, gjöreyðilagðist í eldi í gærkvöldi.

Flugmenn sömdu, yfirvinnubanni aflétt

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið til þriggja ára, hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og afléttu um leið yfirvinnubanni flugmanna.

Öflugur jarðskjálfti í Úsbekistan

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Ferghana dalinn í Úsbekistan og annar skjálfti upp á 6,2 á Richter varð í nágrannríkinu Kirgistan í gærdag.

Hyggst stefna Bolungarvíkurkaupstað

Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar.

Samþykki breytingar innan sex vikna

Stjórnvöld verða að samþykkja innan sex vikna að setja þak á stærð og verð íbúða sem Íbúðalánasjóður fjármagnar. Tímafresturinn kemur mér á óvart, segir velferðarráðherra. Stjórnvöld höfðu frest til tillagna til fyrsta nóvember.

Fullir fá aðra meðferð á bráðavakt

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir fyrirhugaða rannsókn á tengslum áfengissýki og dánarmeina afar mikilvæga. Persónuvernd hafnar að leyfa rannsóknina þar til betur liggur fyrir hvernig tryggja eigi öryggi viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga sem fengu meðferð við áfengissýki.

Tún og akra þarf að vökva

Nú er svo komið að bændur eru farnir að huga að búnaði til að vökva akra og tún, segir Ægir Jóhannesson, bóndi að Jörfa í Víðidal.

Lækna vantar til uppbyggingar

Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um lækningar yfir landamæri sem birt var á dögunum.

Varað við mislingafaraldri

Meira en tólf þúsund manns greindust með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við því að tilfellum fari fjölgandi, sérstaklega þar sem meira sé um mannfagnaði á sumrin. Stofnunin hvetur fólk því til að láta bólusetja sig fyrir sjúkdómnum.

Lögregla skoðar skróplistann

Lögreglan á Vestfjörðum er þessa dagana að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðum ökutækjum. Þá geta ökumenn sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar átt á hættu að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar.

Yfirvinnubanni verið aflýst

Flugmenn hjá Icelandair hafa náð nýjum kjarasamning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tímanum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Upphafið að löngum viðræðum

„Eftir eitt ár getum við vonandi verið komin með samkomulag um nýja sjávarútvegsstefnu,“ sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna við tillögum framkvæmdastjórnarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir