Fleiri fréttir

Enn fást engin svör um flótta Annþórs

Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag.

Aukið fylgi Samfylkingarinnar kemur Degi á óvart

„Þetta er hærra en ég hef séð Samfylkinguna mælast áður og verð því að viðurkenna að þetta kom mér á óvart,“ segir Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn mælist með 46,7% fylgi í nýrri könnun Capacent Gallup.

Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir fær 43,9% stuðning sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins samkvæmt netkönnun á vegum Capacent Gallup. Gísli Marteinn Baldursson kemur næstur á eftir Hönnu með 17,0%.

Hringvegurinn opinn við Svignskarð

Hringvegurinn við Svignaskarð í Borgarfirði er nú opinn. Framkvæmdum er ekki lokið og vegfarendur beðnir að fara varlega. 50 km hámarkshraði er um svæðið.

Varð fyrir bíl og fluttur á slysadeild

Keyrt var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar nú í kvöld. Vegfarandinn fann til í baki og var fluttur á slysadeild.

Barnaníðingur í Borgarnesi

„Það var tilkynnt um að þessi maður væri þarna og við fórum og ræddum við hann. Ég get því staðfest að hann dvelur þarna,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi.

Samfylkingin bætir við sig í borginni

Samfylkingin mælist með 46,7% fylgi í borginni samkvæmt könnun Capacent Gallup. Bætir hún við sig 16,2% frá síðustu kosningum. Frjálslyndir og óháðir fá 2,8% fylgi.

Annar piltanna útskrifaður af gjörgæslu

Piltur á átjanda ári liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að bíll sem hann og félagi hans voru í skall harkalega á húsi á Akranesi í gær. Félagi hans var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag.

Evrópusambandsaðild forsenda framhalds stjórnarsamstarfs

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að Íslendingar gangi í Evrópusambandið þegar forystumenn í íslensku atvinnulífi sannfærist um að því verði ekki lengur á frest skotið og spáir því að aðild verði forsenda framhalds stjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Lest talin óraunhæf fyrir sex árum

Hagkvæmniathugun sem Orkuveita Reykjavíkur lét gera um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar fyrir sex árum sýndi að slík lest myndi kosta 33 milljarða króna og verða rekin með miklu tapi. Tólf þingmenn vilja að ríkið láti nú kanna hagkvæmni lestarsamgangna.

Fundu hass á ísfirsku heimili

Síðdegis í gær handtók lögreglan á Vestfjörðum karlmann á þrítugsaldri. Húsleit var framkvæmd á heimili hans, á Ísafirði, í framhaldi af handtökunni.

Fundin heil á húfi

Sigrún María Líndal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin í leitirnar heil á húfi.

Kannar hvort börn séu látin vinna of mikið

Jóhanna Sigurðardóttir félags og tryggingamálaráðherra hyggst láta skoða það hvort börn sem vinna verlsunarstörf séu látin bera óeðlilegt mikla ábyrgð og vinni meira en reglur kveða á um. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Rannsókn á flótta Annþórs stendur enn yfir

Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson strauk úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn síðasta ennþá yfir. Engrar yfirlýsingar er að vænta um málið í dag.

Vilja láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, og ellefu aðrir þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

Könnun í Ísland í dag: Hver á að verða borgarstjóri?

Í þættinum Íslandi í dag strax eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 verður birt ný könnun þar sem borgarbúar eru spurðir um hver eigi að taka við af Ólafi F. Magnússyni á stóli borgarstjóra. Hringt var í 1800 manns dagana 13. til 18. febrúar síðastliðinn og þeir spurðir hvern þeir vilji sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Svarhlutfall var hátt í könnuninni.

Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra.

Vilhjálmur á leið á borgarstjórnarfund

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi er nú í þessum töluðum orðum á leið á borgarstjórnarfund í Ráðhúsinu. Eins og kom fram á Vísi rétt áðan var Vilhjálmur ekki mættur á fundinn þegar hann byrjaði og hafði ekki boðað forföll.

Óánægja með vinnubrögð meirihlutans

Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa lýst óánægju með vinnubrögð meirihlutans í borginni sem nú kynnir frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar á fundi borgarinnar.

Bannað að leggja á seðilgjöld

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að þau bjóði ekki kröfuhöfum sem nýta sér innheimtuþjónustu þeirra að bæta seðilgjöldum eða sambærilegum kröfum sem neytendur hafa ekki getað samþykkt við aðalkröfuna.

Lægstu laun duga ekki til lágmarksframfærslu

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu í dag að lægstu laun í landinu dygðu ekki enn til lágmarksframfærslu þrátt fyrir nýja kjarasamninga. Utanríkisráðherra tók undir með þeim en sagði réttlæti ekki komið fram í einu skrefi.

Hvar er Villi?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ekki viðstaddur borgarstjórnarfund sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Enginn ástæða hefur verið gefin fyrir fjarvist hans. Jórunn Frímannsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson eru heldur ekki á fundinum en þau eru erlendis.

Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros

Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna.

Taka sér tíma í að fara yfir sjálfstæði Kosovo

Aldrei stóð til að Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun um að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar muni taka sér tíma til þess að skoða málið.

Framhaldsskóli í Mosfellsbæ á næsta ári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í dag samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ.

Báðir piltarnir komnir á gjörgæslu

Tveir piltar á átjánda sem slösuðust þegar annar þeirra ók bíl á miklum hraða á hús á Akranesi eru báðir komnir á gjörgæslu.

Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki

Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki.

Sjá næstu 50 fréttir